04.06.2012 21:31

Skipað á land á 8 dögum

Í  vikunni fyrir hvítasunnu 1934 láu tvö skip  hér á  Eyrarbakka, sem flutt höfðu hingað  vörur.  Var  annað  skonnortan "Pax", sem  flutti  inn timbur og lá á  sundinu. Hitt var  eimskipið "Eros", sem fermt var matvælum og  sementi og lá það fyrir  utan brimgarðinn  ( skerin).  Kaupfélagsstjóri var þá Egill  Thorarensen í Sigtúni og veitti  hann vörum  þessum móttöku fyrir kaupfélag Árnesinga.

Á átta dögum var  skipað á  land úr "Eros",  um 1100  tonnum, og  úr "Pax", 80  standard (búntum) af  timbri, og  auk þess 10 tonn af  öðrum  varningi. Þóttu þetta mikil afköst, en þó ekki met á Eyrarbakka.

Heimild: Ægir 1934

Flettingar í dag: 1817
Gestir í dag: 240
Flettingar í gær: 686
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 380898
Samtals gestir: 43186
Tölur uppfærðar: 1.4.2025 23:46:26