01.06.2012 22:35

Tíðarfarið í maí 2012

Maímánuður var fremur svalur hér við SV-ströndina framanaf og oft næturfrost sem var mest -7,4°C þann 10. Mánuðurinn var í þurrasta lagi og engin teljandi úrkoma, nema lítilsháttar þann 12. Allhvast var þann 14. en annars yfirleitt stinningsgola fyrrihluta mánaðarins og gola síðari hlutann. Heldur hlýnaði þann 21. þegar hitinn fór yfir 17 stig, en næstu dagana var heldur svalara. Síðustu 3 dagarnir voru þó álíka hlýir. Loftvog stóð jafnan fremur hátt allan mánuðinn, 1000 til 1025 mb.

Heimild: Veðurklúbburinn Andvari

Flettingar í dag: 1296
Gestir í dag: 247
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261586
Samtals gestir: 33874
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 21:00:07