24.04.2012 23:13
Veiðafæramerki í Eyrarbakkaverstöð 1926
Sýsluliturinn var rauður. Á neti: ca. hálfhringur á miðri kúlu, en á lóð: á miðjum taumi. En merki hvers báts voru samsvarandi hálfhringur í mismunandi litum og voru þau staðsett á lóð, milli önguls og sýslumerkis, en á netum voru þau höfð á botni kúlunnar. Litirnir voru þessir:
Mb. "Sæfari", Guðfinns Þórarinssonar hafði grænt merki.
- Halkion, Vilbergs Jóhannssonar var með ljósblátt merki.
- Freyja, Jóhanns E. Bjarnasonar hafði hvítt meki.
- Framtíðin, Kristinns Vigfússonar hafði gult merki.
- Öldungur, Jóns Bjarnasonar var með svart merki.
- Öðlingur, Árna Helgasonar var með brúnt merki.
- Olga, Jóns Gíslasonar hafði grátt merki.
- Trausti, Jóhanns B. Loftssonar var með hvítt og blátt.
- Freyr, Jóns Helgasonar hafði grænt og gult merki.
Heimild: Ægir 1926- Guðmundur Ísleifsson.