12.04.2012 22:52
Mótorbáturinn Atli frá Stokkseyri
Hinn 17. apríl 1922 kl. 4-5 að morgni fór mótorbáturinn "Atli" frá Stokkseyri vestur í Hafnarforir að vitja um net. Sjó brimaði mjög skyndilega á meðan. Rétt fyrir hádegisbilið kom báturinn að Stokkseyrarsundi og lá þar til lags um tíma, eins og venjulegt var, þegar mikið brimaði, lagði síðan á sundið er þeim þótti lag, en yst á sundinu, á boða þeim er Skotur (eða Skjótur) nefnist fyllti bátinn og fórst hann með allri áhöfn.
Formaðurinn var hinn ungi og efnilegi sjósóknari Bjarni Sturlaugsson frá Starkaðarhúsum, ekkjumaður um þritugt og átti hann eitt barn. Hásetar voru: Einar Gíslason, bóndi frá Borgarholti, alkunnur formaður á Stokkseyri; hann mun hafa verið á sextugs aldri og átt uppkomin börn. Þorvarður Jónsson, sonur Jóns kaupmanns Jónassonar á Stokkseyri, var þá á 17 ári. Þorkell Þorkelsson frá Móhúsum, sonur Þorkels sál. Magnússonar, sem lengi var talinn meðal mestu fiskimanna og sjósóknara á Stokkseyri, en druknaði þar nokkrum árum fyrr. Guðmundur Gíslason frá Brattholtshjáleigu, Markús Jónsson frá Útgörðum (ættaður úr Rangárvallasýslu) og Guðni Guðmundsson frá Móhúsum, ættaður af Rangárvöllum (Ekru -Oddahverfi). Frá Stokkseyri reru alls 4skip og af Eyrarbakka tvö þennan dag. En þeim tókst öllum að lenda, en við illan leik.
Atli var 10 tonn með 12ha Hein vél. Smíðaður á Stokkseyri 1916 af Gunnari M Jónssyni. Kristján Guðmundsson í Búðarhamri var formaður á honum um tíma.
Heimild: Lögrétta - 24. apríl 1922 Ægir - 1922. http://brim.skipasmidar