13.03.2012 23:14
Sendiförin
21. des. 1893 fóru 2 menn landleið af Eyrarbakka út i Þorlákshöfn, [Þangað er innan við 10 km með ströndinni um Óseyranesferju, en mun lengra ef farið var um Kotferju og líklega var sú leið farin í þetta sinn til að hafa bærilegra sleðafæri á harðfenni og ís]. Í Þorlákshöfn var nokkurt útræði á vetrarvertíðum, en þar var einnig þrautalending Eyrbekkinga þegar brim lokuðu sundum, og því þurfti oft að sendast þangað með vistir og veiðarfæri landleiðina af Bakkanum. Mennirnir ætluðu svo heim aftur um kvöldið að lokinni sendiför. Þeir drógu sleða með farangrinum á, enn ófærð var og blindbyl rak á með allmiklu frosti. Urðu þeir að skilja eftir sleðann á leiðinni, enda var hann þungur og þeir þá orðnir þreyttir, enn héldu þó áfram. Stundu síðar kvartaði annar þeirra um lasleik og magnleysi, - hann hét Gunnar Gunnarsson, ættaður frá Kraga á Rangárvöllum, heilsutæpur maður - kom þar, að samferðamaður hans varð að bera hann og gerði hann það meðan hann mátti. Enn er hann fann, að hann mundi örmagnast, bjó hann um Gunnar i snjó og hélt áfram austur í Flóagaflshverfið, því það var næst, og fékk þar menn til að sækja hann þó myrkur væri skollið á; enn sjálfur var hann þá svo þrotinn, að hann mátti ekki fara með þeim. Leitarmenn gátu ekki fundið Gunnar í náttmyrkrinu og bylnum. Morguninn eftir var hans aftur leitað og fanst hann þá. Var hann fluttur til Eyrarbakka og gert hvað unt var til að reyna að lifga hann. Enn þrátt fyrir alvarlega viðleitni læknis og annara var það árangrslaust. Gunnar sál var ungur að aldri, fátækur þurbúðarmaður, enn kom sér vel. Hann lét eftir sig ekkju og 1 barn á 1. ári, og gerðu Eyrarbekkingar samskot handa henni.
Heimild: Fjallkonan 10.01.1894