09.03.2012 23:48

Frá vígslu Fjölnis

Indriði Einarsson segir frá:

"Fjölnir" húsið sem ber hæst hægramegin götunarÞann 29. des. 1899 hafði ég vígt Góðtemplarahúsið á Eyrarbakka, og um kvöldið og fram á nótt var þar hátíðahald mikið með dansi. Eyrbekkingar höfðu komið á fót góðum hornaflokki; lúðrarnir gullu allt kvöldið og fram undir morgun, en kl. 1 ætlaði ég að hætta að dansa og hvíla mig; því kl. 6 næsta morgun ætlaði ég að fara á stað, og ganga 66-68 rastir til Rvíkur. Gleðin skein á hverri brá í danssalnum; ég hafði þess vegna ekki tímt að fara þaðan, þegar ég settist fyrir, til þess að hvíla mig undir næsta dag. Ég var gestur, og Eyrbekkingar kunna því ekki, að gestunum leiðist. - Stúlkurnar buðu mér upp, hver á fætur annarri, og ég tók hverju boði með þökkum; því ég vissi, að ég mátti ekki láta mér leiðast. Og eftir mikinn dans, kom ég heim kl. 4 um nóttina, og var á fótum aftur kl. 6 um morguninn, og hélt með fylgdarmanni mínum út í vetrarnóttina....

Heimild: Eimreiðin 1915

Flettingar í dag: 447
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 1378
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 450781
Samtals gestir: 46314
Tölur uppfærðar: 25.5.2025 11:22:39