21.02.2012 23:15

Egill og klaufjárnið

Teiknimyndin sem byrtist í "Speglinum" 1950 sýnir Egil Thorarinsen kaupfélagsstjóra í Sigtúnum munda kúbeinið að einu af mestu fornminjum Íslandssögunnar, þ,e, "Vesturbúðunum". Heimamenn háðu harða baráttu  fyrir verndun húsanna og leituðu m.a. til Kristjáns Eldjárns þáverandi þjóðminjavaðrar og hétu á hann til liðveislu. En allt kom fyrir ekki, svo bardagalokin milli Eldjárns og klaufjárns urðu á þann veg, að kaupfélagsvaldið hafði sitt fram. Íslendingar stóðu fátækari eftir en nokkru sinni, síðan handritin voru rituð, hvað varðar sögu og menningu þjóðarinnar þegar Vesturbúðirnar hurfu af þessum forna verslunarstað fyrir fullt og allt.

Flettingar í dag: 206
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1863
Gestir í gær: 241
Samtals flettingar: 381150
Samtals gestir: 43190
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 00:07:28