15.01.2012 13:44

Tíðarfarsannáll og aflabrögð IV

1787 vetur hinn bezti fram yflr páska. Vor hart, ógæftir syðra en flskafli þar góður (hin mesta laxveiði).

1788 vetur kafaldssamur. Harðindi norðan og austur á landi. Hið mesta flskiár á Suðurnesjum og gott viða, þótt stormasamt væri og ógæftasamt.

1789 vetur harður eftir nýár, en betri syðra hafis frá þvi fyrir jól kringum Vesturland. Fiskiár ekki.

1790 gott haust, frostamikill vetur, vor kalt og hafis umhverfls mestalt land og fiskileysi.

1791 vetur hinn frostamesti, fiskiafli góður syðra, en þó nokkuð missagt um. Hafþök af ísum norðanlands.

1792 vetur þungur norðan og vestanlands en betri austan og sunnanlands, afli mjög lítill syðra, hákarlatekja mikil fyrir norðan og síldargegnd á Eyjafirði. Ís um vorið fyrir landi austur undir Horni.

1793 vetur allgóður, snjóasamur norðan og vestan; fiskifátt, en mikill afli af síld og hrognkelsum á Eyjaflrði.

1794 meðalár um flest, þá fekkst mikill hlýri á Barðaströnd, 300 á bæ og meira.

1795 vetur í meðallagi til þorra, en allgóður sunnan og vestan, hafís nyðra, afli í meðallagi; mikla mergð hlýra rak á Rauðasandi.

1796 vetur harður og hríðasamur víðast, en góður síðari hluta, hafís norðan og austan, hart vor; flskiafli til jafnaðar í betra lagi.

1797 vetur blíður, en veðrasamur; fiskiafli góður um sumarið norðanlands, en lítill í Múlasýslum, þurrviðri og haust vindasamt.

1798 vetur fyrst snjóasamur, síðan harður norðanlands, annarstaðar misjafn. Gæftir stirðar syðra til páska, en síðan stillur og afli mikill víðast, nema í Hafnarfirði og norðanlands, en þar hindraði rekís afla.

1799 vetur framan af harður, seinna góður og gott vor.

1800 vetur hinn besti.

1801 vetur góður til miðgóu, en þaðan af harður; mislægur afli og ógæftir stórar, vorfengur mikill á Innnesjum, þegar gaf, og þegar róið varð fyrir lagnaðarísum, jafnvel meir en 900 stór, allvel kringum Jökul, í Bolungarvík töpuðust veiðarfæri af 30 skipum af ís, er fylti alla fjörðu. Vor kalt, afli næsta mikill í Múlasýslum um sumarið og svo norðanlands, bátar í Eyjafirði fengu þá 300 af góðum þorski á hálfum mán., en tví og þríhlaðið á degi skamt undan Sléttu og Langanesströndum, þar ei hafði lengi fiskast. Margt fengu norrænir menn í síldarnetum og laxavoðum í Hafnarfirði og ætluðu sumir af því, að síld mætti veiða víðar í fjörðum, en á Eyjafirði og svo var um hrognkelsaveiðar, að þær voru tíðkaðar á Innnesjum.

1802 vetur mjög harður með blotum á milli, ísalög og hafísar vestantil. norðan og austan, vorkuldi, fiskitekja sumstaðar, helzt norðanlands, og slidarganga mikil á Eyjafirði.

1803 miðveturinn góður, en misjafn endrarnær. Afli víða lítili, harðrétti.

1804 [meðal vetur, en vor kalt] harðrétti enn, [því hafís lá við land langt fram á slátt].

1805 [vetur einhver hinn bezti, vor gott, gras-sumarið mikla] [Á Suðurlandi var fiskiár gott, en fyrir norðan aflaðist i bezta lagi flskur, heilagfiski og hákarl, líka síldin á Eyjafirði].

1806 vetur allharður; fiskafli lítill, því hann kom seint; en allgóður n. um sumarið, hákarlaafli mikill í Fljótum og á Siglufirði, [og laxveiði góð].

1807 hafísar mjög miklir umhverfís alt land, nema á parti af Faxafióa og lagnaðarís mikill, vetur mjög harður, vor hart og sumar mjög ílt (fiskiaust nyðra) [Hvarvetna var rír afli nema í Vestmannaeyjum, ollu þvi að miklu leyti haf- og lagnaðarísar, samt fiskaðist vel um haustið sunnan og vestanlands og síldarveiði mikil víða kringum Eyjafjörð].

1808 vetur allharður, og frostamikill, fátt um afla, kalt vor, hafís mikill nyrðra og þar fiskilaust, en aflasamt syðra um haustið (flsklítið sunnanlands um veturinn).

1809 vetur allgóður, afli lítill syðra á venjulegri vertíð, fiskileysi mikið úti á Nesjum, enginn afli norðan, afli mjög mikill sunnan (um haustið?) að gekk inn alt á grunn. [Sildarfengur var góður á Eyjafirði].

1810 vetur allgóður norðan, en harður sunnan, afli góður fyrir Jökli og syðra og hélst jafnan þegar róið varð, um sumarið mikill afli sunnanlands og í Múlaþingi, þar fekk 1 skip á 5 -6 dögum 9 1/2 hundr. Hallæri norðanlands af fiskileysi og matvöruleysi, langvint.

1811 vetur góður til þorra, menn lifðu þá á fiskinum einum saman sunnanlands, en fisklaust nyðra, litlir hlutir syðra, vor kalt og ílt; afli sunnanlands um sumarið og vorið, ís mikill norðanlands, veiðiskapur enginn, hallæri.

1812 vetur mjög harður, afli góður vestan, á góu kom lognsnjór syðra og tók þá fyrir afla. Skip sökk af ofhleðslu á Látrum v., hákarlar náðust sumstaðar i vökum fyrir norðan.

1813 afli nokkur fyrir Jökli, en lítill á Innesjums. Vetur góður framan af, en víða mjög umhleypingasamur, enginn afli norðantil um sumarið, lítill syðra.

1814 vetur misjafn, en góður víðast og vorið, lítill afli sunnanlands nema í Vestmanneyjum afli mikill og fyrir vesturlandi. björguðust menn við hvalreka.

1815 vetur misjafn, gæftalítið undir Jökli, en aflalítið annarstaðar, vor kalt og þurt, sæmilegur afli vestanlands, afli nokkur fyrir norðan um sumarið.

1816 vetur harður og snjóasamur, afli góður á honum öndverðum, en enginn síðar, lítill vestan nema i veiðistöðum úti, sjór gagnlítill nyðra semfyrri. í Múlasýslu ár gott, haust og vetur fram á JólaföstuJ. [Mikill fiskafli í Múlasýslu, Vestmannaeyjum, undir Eyjafjöllum og á Suðurnesjum, en á Innesjum mjög lítill um vertið, var og sumarafli þar betri, en undir Jökli aflalítið. í Grímsey fiskaðist vel um sláttinn, víða var laxveiði góð].

1817 vetur misjafn, en snjóasamur mjög og hafís um miðjan vetur, og lá ís vestan og norðan til miðsumars. Hrognkelsavaveiði hjálpaði mönnum á Tjörnesi mest. [Vertíðarafli var mikill í Vestmanneyjum, á Suðurlandi mjög lítill, en mikill afli þaðan af alt árið. Lítið fiskaðist undir Jökli. Hafísar hömluðu róðrum í Múlasýslu, Norðurlandi og Vestfjörðum, en þá ísinn fór af Ísafirði um mitt sumar, kom þar góður afli og hlaðfiski mikið um haustið].

1818 vetur víðast þungur af jarðbönnum nema vestra. Afli mikill við Ísafjarðardjúp, og ofanvert vetur undir Jökli, lítill um haustið. Syðra afli snemma vetrar, en minna ofanverðan, þó nokkur; rigningar um sumarið; góður vetrarafli syðra, en ögæftir, enginn afli fyrir norðan, (þá voru reistar fyrir nokkru 3 skútur i Hafnarfirði af Bjarna riddara Sigurðssyni, svo 2 aðrar, ein í Njarðvík og ein í Vogum), um sumarið. [Fyrir norðurlandi því nær fisklaust, en hákarlaveiði viðaminst. Hrognkelsaveiði víðast kringum land mikil um vorið, en laxveiði lítil. Silungsveiði lítil í Mývatni, enda var haft orð á, að þar hefði varla sést mýfluga um sumarið].

1819 góður afli syðra öndverðan vetur og höfðu menn þá sókt alt norður af Sléttu.

1820 vor kalt, góður afli fyrir sunnan um haustið fyrir nýár.

1821 vetur góður sunnan og vestan, en gerði hroða er á leið, norðantil góður til einmán., en þá kom ís. Afli góður í Vestmannaeyjum, alt að 800, sæmilegurs. Vetur mjög harður norðanlands frá góu, með hafís og lagnaðarís. Sumar og haust nyðra hið versta.

1822 Afli hinn mesti sunnan, austan og vestan og nokkur fyrir norðan (um haustið og sumarið) og var það þá nýtt. Vetur hinn bezti.

1823 sumar var þá harla ílt, nálega sem vetur væri, kalt og þurt syðra, afli mjög mikill sunnan og vestan í landsteinum uppi, þó var flskurinn rír mjög. Afli mikill fyrir norðan á útkjálkum.

1824 vor og sumar gott.

1825 Vetur kaldur og snjóamikill framanaf, en síðan umhleypingasamur. Fiskur mikill fyrir sunnan og austan og undir Jökli, en gæftir litlar, mikill afli undir Jökli, sótt úr ýnisum áttum, jafnvel af Akureyri. Hafís norðanlands, vor kalt og þurt eftir hvítasunnu, en aflaleysi syðra sökum ógæfta. [Í Grímsey var góður afli og á útsveitum Vaðlasýslu um sumarið].

1826 vor kalt og eigi gott sumarið. [Góður varð fiskiafli hvervetna kringum landið, en illa nýttist hann víða].

1827 vetur þungur og hart vor og sumar með fjúki og kulda, haust gott. [Góður fiskiafii víðast kringum landið, hákarlaveiði mikil norðanlands og mikil síld barst á land á Akureyri].

1828 vetur góður og vor gott, afli góður syðra síðan mikill afli alstaðar við land.

1829 vetur hinn bezti til góuloka; hákarlaafli hinn mesti í útsveitum norðanlands, alstaðar hið mesta bjargræði af sjó, sumir 17 hundr. syðra fyrir vertíð og hlaðafli vestra. Fyrir páska skipti um, kom þá ís og fyllti allt. Haustið var hið bezta, og fiskafli hvarvetna og inni í sundum syðra.

1830 vetur afar góður til miðs, en síðan ryskjóttur. Vor einkar gott á sjó og landi; ár enn gott til sjávar og haust gott.

1831 vetur varð góður eftir nýár, einkum ómuna góður einmán. Vor og sumar gott.

1832 vetur góður til miðs og hagfeldur á sjó og landi; vor kalt.

Heimildir: Árbækur Espólíns; annálar Jóns Haldórssonar prófasts, Annálar Jóns Ólafssonar lögréttumanns á Grímsstöðum, [viðbætur Hallgríms Jónssonar djákna á Þingeyrum]. Samantekt Bjarni Sæmundsson-Tímaritið Ægir 1906.

Flettingar í dag: 573
Gestir í dag: 171
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260863
Samtals gestir: 33798
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 19:57:00