12.01.2012 21:15

Tíðarfarsannáll og aflabrögð III

1749 vetur mjög harður, vorveðrátta allgóð og þá afli vestan og sunnan.

1750 vetur harður frá Góu, is mikill vestan og norðan.

1751 vetur harður, afli lítill sunnan og norðan en allgóður undir Jökli.

1752 vetur harður seinni partinn, harðæri víða, duggurnar 200 tunnur fiska í afla. Fiskiafli allstaðar lítill.

1753 vetrarfar gott, en aflaskortur mikill. [Harðindaár bæði til sjós og lands].

1754 vetur hinn harðasti norðan. Fiskiafli mjög lítill; hæstir hlutir 1 hundr. sunnan og vestan, verra austan, hafís lá lengi.

1755 vetur góður til Einmán. en harðnaði svo, hafþök af ísi, vorkuldar og fiskileysi mikið, nema allgóður afli norðan um sumarið.

1756 vetur mjög harður frá nýári, helzt norðan og austan, mikill hafis frá Einmán. til hundadaga; afli litill.

1757 vetur í meðallagi og fiskafli lítill. [Sjóbönn og fiskifátt til sumarmála, bæði á Suðurlandi og fyrir

sunnan Jökul, meðal fiskiár um vertíð fyrir vestan hann, hundraðs hlutur í meðallagi.]

1758 vetur bezti; afli í meðall. sunnanlands en minni vestan, hungurdauði i Vestmannaeyjum.

1759 veðrátta allgóð, en hlutir litlir, betri um sumarið. [Fiskiár sæmilegt og nýttist vel, fiskifátt um haustið.]

1760 vetur hinn bezti og afli góður; fiskur nógur fyrir sunnan Jökul. [Fiskur nógur fyrir vestan Jökul á Góu, fiskiafli á seinni vertíð i meðallagi].

1761 vetur harður og stórvíðrasamur. Mikill afli í kringum Jökul, en i minna lagi annarstaðar.

1762 vetur góður; fiskigengd með Góu.

1763 vetur góður, bæði á sjó og landi, afli mikill, [en var grannur og meltist til helminga.]

1764 vetur hríðóttur, en fiskiafli allgóður.

1765 vetur góður sunnan og vestan, en hríðasamur norðan og austan Miklir hlutir sunnan og vestan, en selatekja ærin í Þingeyjarþingi.

1766 vetur góður frá nýári. Góðir hlutir sunnan og vestan, en hafísar bönnuðu björg norðan, frá Látrabjargi norður um að Reykjanesi.

1767 vetur og vor gott; miklir hlutir vestan en minni sunnan

1768 vetur, vor og sumar hið bezta; afli mikill um alt land, 20 vætta hlutur i Grímsey.

1769 haust og vetur hið bezta og fiskiár hið bezta sunnan og vestan

1770 vetur harður frá nýári, hafís lengi norðan, bezti afli um alt land. 10-12 hundr. hlutir í Njarðvikum og víðar sunnanlands.

1771 vetur í meðallagi, fiskiafli góður hvervetna.

1772 vetur mjög harður, hafísar miklir, kalt vor, en fiskiár allgott sunnan og vestan.

1773 vetur mjög harður; afli mjög mikill á Vestfj. góður nyrðra og kringum Jökul. Hafís nyrðra.

1774 vetur í betra lagi, góður afli víðast, nema austan og í Vestmannaeyjum.

1775 vetur mestallur góður norðan og vestan en harður sunnanlands; fiskileysi víða, helzt austan, afli víða lítill, nær enginn í Vestmannaeyjum.

1776 gott alt árferði. [Hlutir misjafnir sunnan, mjög litlir austan og í Vestmanneyjum, smáir undir Jökli, en góðir við Ísafjarðardjúp og norðanlands og hákarlatekja mikil.]

1777 góður vetur, vor kalt, hafís norðanlands, afli góður víðast. [Fiskiafli góður víðast, en litill samt í Vestmanneyjum og undir Eyjafjöllum, en minstur þó á Innnesjum og í Hafnarfirði].

1778 vetur stórhríðasamur, hart vor; fiskiár í meðall. víðast.

1779 vetur góður, en veður ókyr, hafís, gæfta og flskileysi öndverða vertíð.

1780 vetur upp og niður. Fiskiafli lítill.

1781 vetur slæmur, hallæri við sjó vestan og sunnanlands, því seinfiskið var.

1782 vetur kaldur, hafis lengi; fiskiár í lakara lagi.

1783 vetur hinn frostamesti; fiskiár fyrir austan og sunnan, lítið norðanlands; hákarlsafli mikill í Fljótum. Hafís fyrir norðan.

1784 vetur áhlaupasamur með útsynningum og mestu óáran. Fiskilitið og gæftir litlar. Hafísar alstaðar nema syðra um miðjan vetur.

1785 vetur góður frá nýári að veðráttu, 2 skipsfarmar af fiski fluttir vestan að norður.

1786 vor kalt, hafís. Sunnanlands gekk fiskur og austan og vestan í betra lagi en mjög lítt norðanlands.

(Framh.)

Heimildir: Árbækur Espólíns; annálar Jóns Haldórssonar prófasts, Annálar Jóns Ólafssonar lögréttumanns á Grímsstöðum, [viðbætur Hallgríms Jónssonar djákna á Þingeyrum]. Samantekt Bjarni Sæmundsson-Tímaritið Ægir 1906.

Flettingar í dag: 573
Gestir í dag: 171
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260863
Samtals gestir: 33798
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 19:57:00