09.01.2012 22:01

Tíðarfarsannáll og aflabrögð II

1684 vetur bezti, lestarhlutur hjá flestum sunnanlands um vertið og hjá mörgum meir, [en undir Eyjafjöllum og austar lítill afli. Fiskileysi og harðindi á Langanesi og norðan.

1685 vetur snjóalitill, mannskaðar mjög miklir, hlutir i meðallagi, hafís frá Einmán. til Bartólómeusmessu.

1686 góður vetur, siðari hluta; miklir hlutir sunnan og vestan [en austur með landinu litlir].

1687 vetur góður syðra, stirður nyðra.

1688 harður vetur, litlir hlutir, en í meðall. sunnan og vestan. Í Vestmanneyjum hafði þá ekki aflast fiskur i 3 ár.

1689 vetur góður, fiskileysi sem mest [fiskaðist til bjargar um haustið, hlutir litlir].

1690 vetur harður, fiskileysi víðast meir en 1689. [Hlutir mjög litlir og austur i Mýrdal engir, svo Kirkjubæjarklausturshaldari fékk 24 fiska i 16 hluti, annar maður 10 fiska í 8 hluti; haustið gott og afiasamt suður með landinu].

1691 vetur mjög góður; hlutir i meðall. sunnan, en nær engir austan Þjórsár.

1692 vetur góður til Kyndilmessu, en eftir pað miklar frosthörkur. Á páskum enginn fiskur fenginn sunnanlands, fiskileysi austan og nnorðan.

1693 vetur hinn bezti, lítill afli sunnanlands.

1694 vetur öndverður með pokum og frosti fyrir jól, annars upp og niður. Hafís mikill norðan og austan og óáran; hlutir i meðallagi [sunnan en miklir vestan].

1695 hafisár ákaflega miklir kringum allt land; mikið fiskiár, en sjaldan róið; lestarhlutur sunnan og vestan og sumstaðar meira [en ónýttist mjög].

[1696 hlutir litlir fyrir vestan, nokkuð meiri fyrir sunnan].

1697 vetur hinn frostamesti, lá ís við land; mesta fiskileysi.

1698 vetur góður, sjógæftir bágar, en góður afli sunnan og vestan [Hlutir litlir austanlands.]

1699 vetur mjög harður og fjúkasamur, hlutir litlir nema austan. Ís fyrir norðan og enginn afli til þings [þá dó margt fátækt fólk af hungri og harðæri].

1700 vetur frost litill, en mjög stórviðrasamur, en enginn afli [stórt hallæri um allt land].

1701 vetur misjafn, harður norðan góður sunnan, en snjór mikill víða. Hlutir litlir sunnan og vestan betri eystra (bóndinn i Njarðvík hafði 30 hluti við sjó og fékk til samans 360 fiska. 12 menn reru út frá Hólum og fengu als 300. [Fiskileysi um alt land, sem menn mundu ei annað því líkt].

1702 vetur góður, afli nær enginn syðra. [Vertíðarhlutir mjög litlir, bjargræðisbreztur stór; manndauði við sjó].

1703 vetur þungur, mikill fiskigangur eystra, lítill á Innnesjum. [Vertíðarhlutir litlir, nema í Vestmanneyjum og undir Eyjafjöllum].

1704 vetur góður og frostlaus; harðæri við Ísafjörð. [Fiskiafli betri viðast, en á næst undangengnum árum].

1705 vetur þungur og stórviðrasamur. 6 hndr mestur afli við Stapa; miklir hlutir i Vestmanneyjum, fiskileysi og ís fyrir norðan. [Fiskiafli um sumarið og haustið góður].

1706 vetur i meðallagi, hinn mesti fiskur fyrir, stórmiklir hlutir og meira á Suðurnesjum. [Fiskiár hið bezta fyrir vestan og sunnan, meira en lestarhlutir. Sumstaðar var svo mikill fiskiafli, að sjóarbændur höfðu eigi hús til inn að láta. Í mörgum kaupstöðum eftir skilinn nærri farmur af fiski].

1707 vetur, góður litlar gæftir, fiskur fyrir þegar róið var.

1708 vetur góður sunnan og vestan, harður norðan og austan Hlutir góðir, en fá skip sökum mannfæðar (eftir bóluna).

1709 vetur góður alstaðar og hlutir miklir [nærri lestarhlutir sumstaðar].

1710 vetur hinn bezti, gott og þurt sumar, fiskur gekk til hlítar.

1711 ársamt og hlutasamt.

1712 vetur góður sunnan harður norðan, hlutir litlir, nema fyrir Stafnesi og umhverfis Jökul.

1713 gott ár á sjó og landi, vetur og sumar.

1714 vetur mislægur, gæftalitill, hinn bezti austan [hlutir viða litlir nema í Vestmanneyjum]. 10 hundr. hlutir um vorið á Innnesjum.

1715 vetur skakviðrasamur, ógæftir stórar [hlutir í minna lagi].

1716 vetur góður, hlutir litlir nema undir Jökli. [á Austfjörðum 12 hundr. hlutir í sumum fjörðum].

1717 harður vetur með snjóum. Miklir hlutir austan og i Vestmanneyjum, nál. engir á Suðurnesjum, litlir vestra. [góðir kringum Jökul].

1718 Vetur harður er á leið, ógæftir miklar og litill afli. Fólk sumt flosnaði upp á Innnesjum [víða góður afli fram eftir sumri af heilagfiski].

1719 litlir hlutir í útverum og víðast um Suðurnes nær engir [en bjarglegir undir Snæfellsjökli].

1720 Vetur allgóður nema norðan, afli mikill norðanlands ofanvert sumar, stopult vor, allgott sumar, hlutir í meðallagi.

1721 vetur góður, hlutir allgóðir, sumar vott og ógæftasamt.

1722 vetur allgóður; góðir hlutir í Vestmannaeyjum, annarstaðar i meðallagi. Fiskiföng góð norðan um sumarið.

1723 vetur i harðara lagi, vor gott, hlutir litlir nema í Vestmannaeyjum og Hafnarfirði; þar voru 6 hundr. hlutir og meiri og kom þá afli fyrir norðan fyrr en vant var.

1724 vetur harður með veðrum og snjóum, helst norðan, lítil hlutatekja, en vor allgott og gekk fiskur snemma norður fyrir land og fiskiafli þar um sumarið. [Hlutir sunnan mjög litlir, vestan bjarglegir, en góðir fyrir austan, helzt i Vestmannaeyjum].

1725 vetur allgóður og hlutir ei mjög miklir, vor kalt; afli fyrír norðan um sumarið [mjög litlir vetrarhlutir vestan vegna ógæfta, en um vorið og sumarið góður afli víða, einkum fyrir norðan hin mesta fiskigengd].

1726 vetur góður, vor hlýtt, hlutir í meðallagi sunnan og vestan, sumar gott og fiskur norðan sem fyrr [sjógæftir bágar, fiskigangur mikill].

1727 hlutir allgóðir, fiskur fyrir norðan land um sumarið. [Hlutir miklir bæði vestan og sunnan-lands, 6, 7-8 hundr., en fiskur mjög grannur og ónýttist mjög afli].

1728 vetur harður, hlutir voru miklir, 6-7 hundr., og að lestarhlulum. Ís mikill um vorið frá sumarmálum til fardaga, en þó góður afli fyrir norðan eftir að ísinn rak burt, og hélst lengi. [í Skaftafells- og Múlasýslum bezti vetur og nógur fiskur, hlutir með Jökli og annarstaðar miklir og nýttust vel; 6 og7 hundr. og lestarhlutur í Vestmannaeyjum; fiskileysi á Akranesi og Mýrum].

1729 vetur allgóður, hafíhsroði á þorra. Hlutir í meira lagi sunnan og í útverum. [í Vestmannaeyjum og á Suðurnesjum 7-8 hndr. hlutir og sumstaðar sunnan við Jökulinn, litlir vestanlands].

1730 vetur upp og niður. Hlutir góðir sunnan og vestan og í útverum [mjög lítill afli á Vestfjörðum].

1731 vetur snjóalitill og stórviðrasamur, gæftir litlar, sumar þurt. [Fiskiafli mjög lítill í útverum, svo sem á Suðurnesjum, en enginn sunnan Jökul, með öllum Heimsveitum. í Hafnarfirði mikill fiskigangur; fiskaðist þar eftir í umgetnum sveitum og í Hafnarfirði fengust framan af til góu 3 hundr.].

1732 vetur bezti og vor, en hlutir litlir allvíða. Ís á Góu norðan [í útverum víða litlir hlutir, en sunnan Jökul 3 og 4 hndr.; í Eyrarsveit og Eyjum miklir, á Mýrum litlir].

1733 vetur bezti, sumar hið bezta sunnan og vestan, verra norðan sakir ísa sudda. Fiskreki mikill eystra, 80 hndr. rak í Ólafsvik. [Vertíðarsjóbönn stór, hlutir eystra og fyrir vestan Jökul 3 hndr., mestir í Njarðvík og á innnesjum 7 hndr., í Eyrarsveit 5 hundr.].

1734 vetur rosasamur, ekki mikill afli, mestur í Hafnarfirði og á Álftanesi. [Í Vestmannaeyjum, á Suðurnesjum viðast, í útverum og kringum Jökul stærstu hlutir 3 hundr. og 2 hundr- 50; í Njarðvíkum, Hafnarfirði og á Álftanesi 7, 8 til 10 hndr. á einum báti].

1735 vetur allgóður, rosamikill, hlutir litlir sunnan, engir undir Jökli.

1736 vetur hinn bezti, blítt vor, mesta árgæzka. Vorhlutir i meðallagi vestan, litlir sunnan. Afli fyrir norðan um sumarið og þó meiri á Ströndum.

1737 Haust rosasamt, vetur snjómikill, litlir hlutir sunnan en nokkuð meiri undir Jökli. [Fiskaðist vel fyrir páskana sunnan Jökuls, en um vetrarvertíð eftir  páská gaf aldrei að róa].

1738 harður vetur og óstöðug veðrátta, gæftalítið, fiskilaust kringum Jökul [búðafólk nær útkomið].

1739 harður vetur vestan og norðan, fiskifátt [fram undir sumarmál, en gott fiskiár kringum Jökul á seinni vertíð].

1740 vetur hinn bezti að öllu. Ár mikið á sjó og landi. [Tókust engir hlutir fyrir páska, en mesti fiskigangur á seinni vertíð, tókust 4-7 hndr. hlutir].

1741 Vetur allgóður, fiskur mikill undir Jökli, um vorið miklir hafísar og harðindi á sjó og landi austan. [Fiskifátt til þorra, þá kom nóglegur fiskur vestan Jökul og fiskur nógur um seinni vertíð].

1742 vetur harður víða einkum n. til miðgóu. Afli í meðallagi vestan og sunnan [Fiskur nógur fyrir vestan Jökul; eftir sumarmál kom svo mikill fiskur, að menn mundu eigi meiri].

1743 vetur harður sunnan, en betri norðan og austan (í meðallagi fiskiár]. 1. marz rak 18 hundr. af brimrotuðum þorski á Eyrarbakka.

1744 vetur góður, afli sæmilegur sunnan og vestan [Fiskifátt kringum Jökul fram á góu].

1745 vetur ómuna harður. Ís kringum nálega allt land. Afli í meðallagi.

1746 vetur góður norðan, harður sunnan, lítill afli, illar gæftir.

1747 vetur harður sunnan, vestan og norðan; 4-5 dóu úr vesöld á Akranesi; aflaleysi mikið kringum land, hlutir engir hærri en hundrað [mesta harðindis og fiskileysisár, einkum á Suðurnesjum, hundraðs hlutir kringum Jökul og á Suðurnesjum].

1748 vetur harður framan af, síðar hinn bezti. Afli sunnan og vestan en lítíll norðan á því ári. [Fiskiár í betra lagi kringum Jökul fyrir páska, en í lakasta lagi eftir páska].

(Frh.)

 

Heimildir: Árbækur Espólíns; annálar Jóns Haldórssonar prófasts, Annálar Jóns Ólafssonar lögréttumanns á Grímsstöðum, [viðbætur Hallgríms Jónssonar djákna á Þingeyrum]. Samantekt Bjarni Sæmundsson-Tímaritið Ægir 1906.

Flettingar í dag: 2163
Gestir í dag: 191
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 178
Samtals flettingar: 266490
Samtals gestir: 34328
Tölur uppfærðar: 24.11.2024 11:10:52