30.11.2011 23:04

Tíðarfarið á Bakkanum í nóvember

Mánuðurinn var yfirleitt hlýr en vindasamt á köflum. Hitinn var lengi framan af um 10°C. þann 7. gekk á með skruggum og hvassviðri. Hvasst var næstu daga, súldar og brimasamt. Þann 11. gekk yfir ströndina mikið haglveður með þrumum og vöknuðu margir við ósköpin. Næstu dagar einkenndust af hlýndum en fór síðan hægt kólnandi og fjöllin gránuðu smám saman. Á nýju tungli þann 24. féll fyrsti snjór vetrarins hér við ströndina og gekk svo upp í frosthörkur næstu daga og meiri snjó. Mest var frostið -10 stig aðfararnótt 26. og að kveldi 30. en 11 cm jafnfallinn snjór var þann 28.

Flettingar í dag: 637
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 1378
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 450971
Samtals gestir: 46314
Tölur uppfærðar: 25.5.2025 12:05:57