21.11.2011 23:25
Sundtrén
Sundtrén eða sundvörðurnar á Eyrarbakka eru gömul leiðarmerki fyrir sjófarendur inn sundin, sem einkum eru tvö. Einarshafnarsund og Bússusund. Á Einarshafnarsundi voru miðin þannig 1917:
1. Sundtré (mið þessi eru næstum mitt á milli Eyrarbakka og Óseyrarness).
2. Eystri varðan (vörðurnar standa nær sjónum en tréð).
Þvermið:
3. Barnaskólahúsið (austasta húsið í þorpinu).
4. Þríhyrningur (fjall sem flestir þekkja í Rangárvallasýslu).
5. Kirkjuturninn.
6. Einarshafnar-verslunarhús.
Þegar að sundinu er komið að utan má ekki fara grynra, ef brim er, en að merkin 3 og 4 beri saman og sömuleiðis 1 og 2 og eiga þau að bera austan til við Ingólfsfjall, þeim merkjum á að halda ef inn er farið, þangað til merkið 5 gengur inn í síðasta hornið á Einarshafnar- verslunarhúsum, og er þá komið inn úr sundinu, þá er haldið austur lónið og er stefnan sem næst á mitt þorpið, en ef lágsjávað er, segja skerin til. Dýpið i sundinu um stórstraumsfjöru er 1,7 metir þar sem grynst er.
Á Bússusundi voru miðin þannig 1917:
1. Sundtré (sama sundtré og á Einarshafnarsundi).
2. Vestri varðan.
Þvermerki:
3. Skálafell.
4. Tanginn vestan við Ölfusá.
5. Tré með þrihyrnu og veit eitt hornið upp skamt fyrir austan Einarshafnar verslunarhús.
6. Tré með þríhyrnu og veit einn flöturinn upp. Það tré er skamt austar en 5 og er nokkuð hærra.
Þegar að sundinu er komið að utan, má ekki fara grynra, ef brim er, en merkin 3 og 4 beri saman og sömaleiðis merkin 1 og 2, og þeim merkjum er haldið ef inn er farið þangað til merkin 5 og 6 bera saman og þeim merkjum, nefnilega 5 og 6, á að halda austur fyrir Einarshafnarsundmerki (þómá vera heldur innan við merkin), úr því er haldin sama leið og af Einarshafnarsundi. Dýpið í Bússu um stórstraumsfjöru er 2,8 metir þar sem grynst er.
1923 voru sett ljósker (50W perur) á sundtrén rauð á Bússu -vörður og græn á Innri -hafnartrén, en engin ljós voru höfð á Einarshafnarsundtrjám þar sem sjaldan var farið um það á mótorbátum