09.11.2011 23:01

Vertíðin 1915

Frá Eyrarbakka voru 10 bátar gerðir út en 17 á Stokkseyri en allnokkrir Eyrbekkingar gerðu út báta frá Þorlákshöfn og verða þeir taldir hér síðar. Formenn á Eyrarbakka vertíðina 1915 voru þessir; Árni Helgason í Akri með motorbát, Guðjón Jónsson á Litlu Háeyri með áraskip Guðm. Ísleifsson á Stóru Háeyri með áraskip, Haraldur Jónsson á Stóru-Háeyri með áraskip  Jón Bjarnason í Eyfakoti með áraskip, Jón Einarsson í Mundakoti með áraskip, Jón Jakopsson í Einarshöfn með áraskip, Loftur Jónsson í Sölkutóft með mótorbát, Magnús Arnason á Búðarstíg með áraskip, Sigurður Gíslason í Suðurgötu með mótorbát.

Öll áraskipin á Eyrarbakka voru tíróin á þessum tíma. Aflanum af vélabátunum var skift í 2 parta, fékk Þá sinn helminginn hver útgerðarmaður bátsins, og hásetar, sem allir áttu hlut sinn sjálfir, en mótorbátarnir öfluðu jafnan meira en áraskipin. Á mótorbátunum voru 7-8 menn en 12-13 menn á áraskipunum. Fyrst var róið á vertíðina með línur, sem voru svo notaðar jöfnum höndum með netum. - í byrjun febrúar aflaðist ekkert nema lítið af smárri Guðmundur Ísleifssonýsu. Net voru lögð 14. s. m. og aflaðist þá dálítið. Annars mjög lítill afli yfir höfuð allan mánuðinn. Heidarafli vertíðarinnar 2.febr.-11. maí voru 26.589 þorskar, 6.707 ýsur og 175 ufsar. Annar slæðingur svo sem hnísur ótalið. Aflahæstir á vertíðinni var Árni Helgason með 6.315 fiska og Loftur Jónsson með 5.925 fiska

Eyrbekkingar sem gerðu út í Þorlákshöfn voru þessir: Guðfinnur Þórarinsson, Eyrarbakka, Ívar Geirsson, Eyrarbakka. Jón Jónsson, (Norðurkoti) Eyrarbakka. Jón Jónsson, Skúmstöðum. Jón Helgason, Eyrarbakka. Jón Sigurðsson, Eyrarbakka. Jón Stefánsson (Brennu) Eyrarbakka. Jóhann Gíslason, Hofi. Jóhann Guðmundsson. Kristinn Þórarinsson, Eyrarbakka. Sigurður Isleifsson, Eyrarbakka. Tómas Vigfússon, Eyrarbakka. Þórarinn Einarsson, Eyrarbakka.


Formannsvísur 1915

Eyrarbakki: a. Róðrarskip.

Guðm. ísleifsson, Stóru Háeyri.

Guðmund arfa ísleifs má
oft á karfa hlöðnum sjá,
hönd með djarfa, hár með grá,
Hlés ber starfið gott skyn á.
                              
Úlfur.

Lætur flakka formaður
fokku-rakka ótrauður,
eiðir stakka alkunnur,
austur- »Bakka« víkingur.

Þótt að hára hvítni krans,
hlýðir »Ársæll« boði manns,
enn þá knár við Drafnar-dans,
drengur fár er maki hans.

Guðjón Jónsson, Litlu-Háeyri.

Guðjón sjáinn ýtir á
oft, þó láin rjúki blá,
hræðast má ei maður sá
marar fláu öskrin há.

Drafnar-ála kannar knör,
klýfur þjála Ægis-skör,
Hönd úr stáli heim í vör
honum »Njáli« beinir för.

Heimild: Guðm. Ísleifss./Ægir 1915

Flettingar í dag: 996
Gestir í dag: 221
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261286
Samtals gestir: 33848
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:39:06