08.11.2011 20:29

Skruggur og skýfall

36 mmHvassviðrið í gær hófst með þrumum og eldingum og mikilli rigningu um hádegisbil, en þá snerist vindur úr NA til SA áttar og bætti stöðugt í. Hús á Selfossi nötruðu og skulfu undan þrumunum, en hávaðinn frá skruggunum var geigvænlegur. Þá hlýnaði hratt frá 4 gráðum upp í 10 gráður á örfáum klukkutímum. Lægst stóð loftvog í 986.4 mb. um miðnætti, en þá var líka hvassast hér við ströndina 16 m/s og tæplega 24 m/s í hviðum. Mun hvassara var austan Þjórsár og inn til landsins sem og í öðrum landshlutum. Á síðasta sólarhring var úrkoma á Eyrarbakka um 36 mm.

Flettingar í dag: 537
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 1378
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 450871
Samtals gestir: 46314
Tölur uppfærðar: 25.5.2025 11:44:51