01.11.2011 23:14
Vertíðin 1923
Tólf mótorbátar voru gerðir út frá Eyrarbakka vetrarvertíðina febrúar og mars 1923. Voru þessir formenn: 1.Árni Helgason, Akri. 2.Guðfinnur Þórarinsson, Eyri. 3. Jóhann Bjarnason, Einarshöfn. 4.Jóhann Jóhannsson, Brennu. 5.Jóhann Loftsson, Sölkutóft. 6.Jón Bjarnason, Björgvin. 7. Jón Helgason, Bergi. 8.Jón Jakobsson, Einarshöfn. 9.Kristinn Vigfússon, Frambæ. 10.Kristján Guðmundsson, Stighús. 11.Páll Guðmundsson, Hjörleifseyri. 12.Vilbergur Jóhannesson, Haga. Þá voru gerð út tvö áraskip og voru formenn þeirra; Sigurður Ísleifsson, frá Gróubæ Eyrarbakka og Tómas Vigfússon, Garðbæ.
Aflahæstur var Árni Helgason í Akri. 8.574 þorskar, 486 ýsur og 20 löngur. Aflahæstur formaður áraskipa var Sigurður Ísleifsson með 1200 þorska, 100 ýsur, 2 löngur og 4 ufsa. Heildarafli vertíðarinnar voru 65.255 þorskar, 5.646 ýsur og 214 ýmsar tegundir.
Heimild: Ægir 1923 (Tímarit.is)