28.09.2011 22:41
Gamla gatan
Gamla gatan 1977. Hér má sjá að búið er að malbika austurbakkann, en malarvegurinn gamli og holurnar og pollarnir eru enn á vesturbakkanum. Á austurbakkanum eru járnstaurarnir komnir, en tréstararnir eru enn á vesturbakkanum og raflínurnar í loftinu. Malbikið endar austan við Skjaldbreið. Ekki var búið að leggja gangstéttir þegar hér er komið sögu, en voru byggðar í áföngum næstu árin á eftir. Þannig eru flestar gangstéttir á Bakkanum orðnar þrítugar og úr sér gengnar. Mikið hefur verið rætt um það meðal fólks hér í þorpinu að löngu sé orðið tímabært að endurnýja gamlar stéttar ásamt ljósastaurum sem komnir eru fram yfir leyfilegan notkunartíma. Hafði nokkru fé verið lofað af bæjaryfirvöldum á þessu ári til endurbóta 1. áfanga við austurbakkann, en nokkrir aðilar óskuðu eftir að þeim áfanga yrði frestað.