27.09.2011 23:31
Vertíðin 1972
Vetrarvertíðin 1972 hófst í byrjun febrúar á Eyrarbakka. Alls voru 7 bátar gerðir út þessa vertíð. Heildaraflinn var alls 1606 lestir. Aflahæstu bátar á vertíðinni voru: Álaborg með 484 lestir, Þorlákur helgi með 472 lestir,og Jóhann Þorkelsson með 457 lestir. Skipstjóri á mb. Álaborg var Karl Zophaniasson. Sumar og haustvertíð stunduðu 5-6 bátar, en ekkert var róið í oktober og aðeins einn bátur réri í desembermánuði. Heildaraflinn á Eyrarbakka frá 1. jan. til 31. des. var 2.147 lestir. (Humarafli er ekki meðtalinn).
Heimild: T.r. Ægir.