25.09.2011 21:33
Örebak gamle Faktorbolig
Húsið og skáldkonan: Hún hét Thit Jensen, systir Johannesar V. Jensens, hins mikla Danaskálds. Hún hafði verið unnusta Íslensks námsmanns i Kaupmannahöfn, en síðar slitnaði með þeim, en hún kom hingað á eftir honum og dvaldi tvö sumur I "Húsinu" á Eyrarbakka, 1904 og 1905. Þá orti hún um "Húsið" á Bakkanum, "örebak gamle Faktorbolig", og ibúa þess:
Gamle Specier i et gammelt Gemme, |
Í ljóðinu talar hún um hina fornu hluti |
Thit Jensen (Maria Kirstine Dorothea Jensen 1876-1957) var fædd á heimili dýralæknis í Farso og var elsta barn í 12 manna systkynahóp. Sem ung stúlka var hún kölluð "Himmerlands skønhed" (himnesk fegurð). Um aldamótin 1900 flutti hún til Kaupmannahafnar til að skrifa um vandamál sinnar tíðar og gaf hún út mörg rit t.d. um kvenréttindamál, en auk þess hélt hún fyrirlestra. Einhverju sinni kallaði einn áheyrandinn og vitnaði í söguna um Adam og Evu og eplið, "og þar með olli kona fyrstu syndinni", en Thit svaraði um hæl, "Má vera, en þegar Adam hafði barnaði Evu, kom fyrsti kjáninn í heiminn". Thit Jensen fékk margar viðurkenningar fyrir skrif sín um ævina. Hún var gift 1912-1918 málaranum Gustav Fenger
Heimild: Tíminn 06.02.72- Wikipedia.