25.09.2011 21:33

Örebak gamle Faktorbolig


Húsið og skáldkonan:
 Hún hét Thit Jensen, systir Johannesar V. Jensens, hins mikla Danaskálds. Hún hafði verið unnusta Íslensks námsmanns i Kaupmannahöfn, en síðar slitnaði með þeim, en hún kom hingað á eftir honum og dvaldi tvö sumur I "Húsinu" á Eyrarbakka, 1904 og 1905. Þá orti hún um "Húsið" á Bakkanum, "örebak gamle Faktorbolig", og ibúa þess:

Gamle Specier i et gammelt Gemme, 
Skabe, Gulve fuld af dulgte Lemme,
en mystisk Mand sig engang hængte,
underlige Ting i Mængde.
Glimtvís vejrer man Tragedier,
brudstykvis af Livs-Komedier
- ingen ved, hvordan de endte.
Det er li'som man kan höre
Poesien sive fra Panel og Döre,
sagte Sange om den eminente
Gæstfridhed, som her er givet
- samt om mange underlige Ting i Livet 

Í ljóðinu talar hún um hina fornu hluti
sem leynast í gömlum geymslum. Um
skápa og gólf með huldum hirslum og
dularfullan mann sem sig eitt sinn
hengdi. Um gnótt undarlegra hluta.
Fegurð í harmleiknum sem brýst upp
í skoplegar hliðar lífsins og endalokin
sem engin þekkir. Það er bara eins og
 maður geti heyrt ljóðin seitla frá
veggjum  og dyrunum með stórkostlegum
söng tileinkað gesti hússins, sem
og hinum undarlegu  kynjum lífsins
 


Thit Jensen (Maria Kirstine Dorothea Jensen 1876-1957)  var fædd á heimili dýralæknis í Farso og var elsta barn í 12 manna systkynahóp. Sem ung stúlka var hún kölluð "Himmerlands skønhed" (himnesk fegurð). Um aldamótin 1900 flutti hún til Kaupmannahafnar til að skrifa um vandamál sinnar tíðar og gaf hún út mörg rit t.d. um kvenréttindamál, en auk þess hélt hún fyrirlestra. Einhverju sinni kallaði einn áheyrandinn og vitnaði í söguna um Adam og Evu og eplið, "og þar með olli kona fyrstu syndinni", en Thit svaraði um hæl, "Má vera, en þegar Adam hafði barnaði Evu, kom fyrsti kjáninn í heiminn". Thit Jensen fékk margar viðurkenningar fyrir skrif sín um ævina. Hún var gift 1912-1918 málaranum Gustav Fenger

Heimild: Tíminn 06.02.72- Wikipedia.

Flettingar í dag: 996
Gestir í dag: 221
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261286
Samtals gestir: 33848
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:39:06