18.09.2011 20:36
Vertíðin 1971
Frá Eyrarbakka stunduðu 6 bátar vertíðina 1971: m/b Kristján Guðmundsson, m/b Jóhann Þorkellsson, m/b Þorlákur helgi, m/b Hafrún, m/b Fjalar og m/b Álaborg. Heildaraflinn á vertíðinni var alls 1.860 lestir, Aflahæstu bátar á vertíðinni voru: 1. Jóhann Þorkelsson 477 lestir 2. Þorlákur helgi 463 lestir. Skipstjóri á m/b Jóhanni Þorkelssyni var Bjarni Jóhannsson. Allir bátarnir gerðu út á sumarvertíð, ýmist með humartroll eða botnvörpu. Héðan var ekkert róið í desember en heildaraflinn frá 1. jan. til 1. des. var alls 2.436 lestir (þar af sl. humar 37 lestir) en var árið 1970 á sama tíma 2.770 lestir (þar af sl. humar 16 lestir).