15.09.2011 21:42
Vertíðin 1970, aflabrögð
Héðan stunduðu 5 bátar veiðar með línu og net á vertíðinni 1970 og var afli þeirra alls 133 lestir í 19 sjóferðum. Vertíðin hófst 3. janúar og stóð fram í maí. Gæftir voru yfirleitt góðar er leið á vertíðina. Heildaraflinn á vertíðinni var alls 2.951 lest, (þar af 487 lestir, sem var landað í Þorlákshöfn). Aflahæstu bátar á vertíðinni: Þorlákur helgi með 770 lestir í 80 sjóferðum og Jóhann Þorkelsson með 657 lestir í 77 sjóferðum. Skipstjórinn á m.s. Þorláki helga var Sverrir Bjarnfinnsson. Aðrir bátar voru: "Hafrún", "Fjalar" og "Kristján Guðmundsson".
Sumarvertíðin hófst í júní og stunduðu 4 bátar veiðar, þar af 3 með humarvörpu og 1 með botnvörpu. í júlílok var aflinn var alls 153 lestir í 27 sjóferðum, þar af sl. humar 8 lestir. Auk þessa var afli aðkomubáta 29 lestir. Gæftir voru góðar. Í ágúst voru 3 bátar gerðir út , þar af 2 með humarvörpu og einn með botnvörpu. Afli þeirra var alls 50 lestir í 19 sjóferðum, þar af 4,5 lestir sl. humar. Gæftir voru stirðar. Í september stunduðu 3 bátar veiðar, þar af 2 með humarvörpu og 1 með botnvörpu. Aflinn á tímabilinu var alls 25 lestir í 10 sjóferðum, þar af sl. humar 1,2 lestir. Gæftir voru slæmar. Í oktober stunduðu 3 bátar veiðar með botnvörpu og var afli þeirra alls 11 lestir í 10 sjóferðum. Gæftir voru slæmar. Í nóvember stunduðu 2 bátar veiðar, þar af 1 með botnvörpu og 1 með rækjutroll. Afli þeirra var alls 10 lestir í 10 sjóferðum, þar af rækja 5,7 lestir. Í desember stundaði 1 bátur veiðar með rækjutroll og var aflinn 850 kg. af rækju í 2 sjóferðum. Gæftir voru slæmar. Heildaraflinn á Eyrarbakka frá 1. jan.-31. des. var alls 3257 lestir, þar af sl. humar 16 lestir og rækja 6.6 lestir.
(Af þessum afla var 487 lestum landað í Þorlákshöfn)
Heimild: t.r. Ægir 1970.