10.09.2011 20:31

Vertíðin 1951, aflabrögð

Pipp ÁR 1Fjórir bátar stunduðu veiðar frá Eyrarbakka vertíðina 1951:  "Ægir", "Gullfoss", "Pipp" og "Mímir". Þeir stunduðu línuveiðar framan af vertíð, en síðan með þorskanet. Vertíð hófst 27. janúar, en lauk 7. maí. Tíðarfar var hagstætt til sjósóknar, en afli fremur tregur. Bezt reyndist veiði í marzmánuði, en lökust í febrúar. Mestur afli í róðri varð 4. apríl, 11.100 kg. Hjá þeim bát, er oftast fór á sjó, urðu 53 róðrar, er skiptast þannig eftir mánuðum: Febrúar 6, marz 21, apríl 22 og 4 í maí. Aflahæsti bátur yfir vertíðina var v/b Pipp, 17 rúml. að stærð, eigandi hlutafélagið Óðinn á Eyrarbakka. Hann aflaði 138 smálestir í 53 róðrum og 12 544 lítra af lifur. Meðalafli hans varð um 2600 kg í róðri. Formaður á Pipp var Sverrir Bjarnfinnsson, þá 30 ára gamall, á sinni fyrstu vertíð sem formaður fyrir bát. - Heildaraflinn í verstöðinni varð 380 smál. af fiski og 35 þús. l. lifur. Megnið af aflanum var fryst Ólafur Bjarnason heimildarmaðurí Hraðfrystistöð Eyrarbakka og lítið eitt saltað. Hraðfrystistöðin keypti gotuna fyrir kr. 1.30 kg.

Heimildarmaður: Ólafur Bjarnason, Eyrarbakka fyrir t.r. Ægi.

Flettingar í dag: 678
Gestir í dag: 187
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260968
Samtals gestir: 33814
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:18:00