07.09.2011 23:30

Vertíðin 1952, aflabrögð

Þessir fimm þilfarsbátar voru gerðir út frá Eyrarbakka á þessari vertíð: Faxi, Gunnar, Mimir, Pipp og Sverrir BjarnfinnssonGullfoss en það var einum bát fleira en árið áður. Þrír bátanna stunduðu línuveiðar framan af vertíð og einn með dragnót, en í marzmánuði tóku allir bátarnir upp netjaveiðar. Vertíðin á Eyrarbakka hófst ekki fyrr en í febrúar og hætti um lok. Sá báturinn, sem oftast reri, fór 61 sjóferð, er skiptast þannig eftir mánuðum : Febrúar 9, marz 24, apríl 22, maí 6. Megnið af aflanum veiddist í marz og apríl. Meðalafli í róðri eftir mánuðum var sem hér segir: Febrúar 1355 kg, marz 3700 kg, apríl 3741 kg, maí 2760 kg. Meðalafli í róðri yfir vertíðina var um 3 smál. Meðalvertíðarafli á bát var 184.6 smál. Aflahæsti báturinn var Mímir, en hann veiddi 236 smál. í 58 róðrum, eða um 4 smál. að meðaltali í róðri. Mímir var 17 rúml. að stærð, eign hlutafélagsins Óðinn. Hann var keyptur frá Hnífsdal í stað Ægis, sem strandaði á vertíðinni 1951. Skipstjóri á Mími var Sverrir Bjarnfinnsson. - Bein voru flutt til Þorlákshafnar. Heildaraflinn, sem á land kom á Eyrarbakka, nam tæpar 924 smálestir.

Heimildarmaður : Ólafur Bjarnason, Eyrarbakka fyrir t.r. Ægi.

Flettingar í dag: 678
Gestir í dag: 187
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260968
Samtals gestir: 33814
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:18:00