02.08.2011 23:33

Aflabrögð 1964

Kristján Guðmundsson strandaði í janúar 1964
Janúar
. Vertíð átti að hefjast  upp úr miðjum janúar og voru þrír bátar albúnir til veiða.  Kristján Guðmundsson strandaði en náðist á flot.

16.-31. janúar 1964. Af Bakkanumn  hafði  1 bátur byrjað veiðar með botnvörpu;  hann fór 1 sjóferð og aflað 5-600 kg. Tíðarfar var með afbrigðum óhagstætt.  Á fyrra  ári varð janúaraflinn 80 lestir í 20 róðrum hjá 2 bátum.

1.-16. febrúar.  Ekkert var róið í febrúar vegna brims.

Kristjáni Guðmundssyni bjargað úr fjörunni16. -28. febrúar 1964. Héðan reru 3 bátar með net; fóru þeir alls 16 róðra á tímabilinu og öfluðu 127 lestir. Aflahæsti bátur var Jóhann Þorkelsson með 54 lestir í 8 róðrum. Á sama tíma á fyrra ári nam heildaraflinn 232 lestum í 44 róðrumhjá 3 bátum.

16.-31. marz. Héðan réru 3 bátar með net. Gæftir voru ágætar. Aflinn á tímabilinu varð 344 lestir í 38 róðrum. Aflahæsti bátur á tímabilinu var Kristján Guðmundsson með 140 lestir í 14 róðrum. Heildaraflinn í marzlok varð 703 lestir í 85 róðrum, en var árið áður 721 lest í 132 róðrum hjá 4 bátum. Aflahæsti bátur í marzlok var Kristján Guðmundsson með 242 lestir í 30 róðrum.

1.-15. apríl 1964. Héðan réru 3 bátar með net, gæftir voru ágætar, aflinn á tímabilinu varð 455 lestir í 42 róðrum. Aflahæsti bátur á tímabilinu var: Kristján Guðmundss. með 192 lestir í 14 róðrum.

Kristján aflahæstur1.-15. maí. Vertíðarlok. Frá Eyrarbakka réru 3 bátar með net og varð afli þeirra á tímabilinu 33 lestir. - Heildaraflinn á vertíðinni varð 1620 lestir í 175 róðrum. Meðalafli í róðri 9,26 lestir. Á fyrra ári var aflinn 1535 lestir í 206 róðrum hjá 4 bátum. Meðalafli í róðri 7,45 lestir. Aflahæsti bátur á vertíðinni varð Kristján Guðmundsson með 616 lestir í 61 róðri. Skipstjóri var Þorbjörn Finnbogason.

15. maí til 30. júní. Þrír bátar stunduðu humarveiðar síðan 26. maí, afli þeirra á tímabilinu varð 53 lestir, þar af var um 18 lestir sliltinn humar.

1.-31. júlí 1964. Héðan stunduðu 3 bátar humarveiðar og 1 bátur á dragnótaveiði, aflinn hjá humarbátunum varð 20 lestir á tímabilinu, þar af voru 7 lestir slitinn humar. Afli dragnótabátsins varð 13 lestir, þar af voru 7 lestir ýsa en 6 lestir koli.

1.-31. ágúst 1964. Héðan  stunduðu 3 bátar humarveiðar og 1 bátur dragnótaveiði. - Aflinn á tímabilinu varð 87 lestir, þar af var afli í humartroll 53 lestir, sem var svo til eingöngu bolfiskur, eða 52 lestir. Aflinn í dragnót varð 34 lestir, þar af voru 20 lestir koli, en 14 lestir ýsa.

1.-30. september 1964. Af Bakkanum höfðu 5 bátar stundað veiðar í september, þar af voru 2 með botnvörpu og 3 með dragnót. Gæftir voru mjög erfiðar og afli rýr, einungis 93 lestir, þar af um 26 lestir koli.

1.-31. október 1964. Héðan höfðu 2 bátar stundað dragnótaveiðar, aflinn á tímabilinu varð um 48 lestir, mest allt ýsa.

nóvember 1964. Héðan fór einn bátur 3 róðra með fiskitroll og aflaði 6 lestir.

desember 1964. Ekkert var róið.

Flettingar í dag: 1780
Gestir í dag: 255
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 262070
Samtals gestir: 33882
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 21:42:12