01.08.2011 22:58
Aflabrögð 1965
janúar 1965. Ekkert var róið af Bakkanum í janúar.
1.-16. febrúar. Bátar albúnir til veiða, en ekkert róið vegna brims.
16.-28. febrúar 1965. Héðan réru 4 bátar með net, aflinn á tímabilinu varð 195 lestir í 27 róðrum. Aflahæsti bátur á tímabilinu varð Þorlákur helgi með 85 lestir í 9 róðrum. Þar sem þetta er byrjunaraflinn á vertíðinni, er það einnig heildaraflinn í febrúarlok, en á fyrra ári var aflinn á sama
tíma 232 lestir hjá 3 bátum í 44 róðrum.
1.-16. marz 1965. Fjórir bátar reru með net. Aflinn á tímabilinu varð 289 lestir í 44 róðrum. Aflahæstu bátar á tímabilinu voru: Kristján Guðmundsson og Þorsteinn, báðir með 77 lestir í 11 róðrum.
16.-31. marz 1965. Héðan réru 4 bátar með net, aflinn á tímabilinu varð 391 lest í 59 róðrum. Aflahæsti bátur á tímabilinu var Þorlákur Helgi með 121 lest í 14 róðrum. Heildaraflinn í marzlok varð 783 lestir í 103 róðrum, en var í fyrra 703 lestir í 85 róðrum hjá 3 bátum. Aflahæsti bátur á tímabilinu var Þorlákur Helgi með 273 lestir í 35 róðrum.
1.-16. apríl 1965. Héðan réru 4 bátar með net, aflinn á tímabilinu varð 483 lestir í 51 róðri. Aflahæsti bátur á tímabilinu varð Jóhann Þorkelsson með 143 lestir í 14 róðrum.
16.-30. apríl 1965. Af Bakkanum réru 4 bátar með net og varð afli þeirra á tímabilinu 783 lestir í 44 róðrum. Aflahæsti bátur á tímabilinu var Þorlákur helgi með 243 lestir í 13 róðrum. Heildaraflinn í apríllok var 2.140 lestir í 198 róðrum, en var á fyrra ári 1.587 lestir í 168 róðrum hjá 3 bátum. Aflahæsti báturinn í apríllok var Þorlákur helgi með 626 lestir í 58 róðrum.
1.-16. maí 1965. Vertíðarlok. Frá Eyrarbakka réru 4 bátar með net. Aflinn á tímabilinu varð 87 lestir í 17 róðrum. Aflahæsti bátur á tímabilinu var Þorsteinn með 36 lestir í 7 róðrum. Heildaraflinn á vertíðinni var 2.237 lestir í 242 róðrum, en var í fyrra 1.620 lestir í 175 róðrum hjá 3 bátum. Aflahæsti bátur á vertíðinni var Þorlákur helgi með 646 lestir í 63 róðrum. Skipstjóri á Þorláki helga var Sverrir Bjarnfinnsson.
20. maí - 30. júni 1965. Fjórir bátar stunduðu humarveiðar í júní og varð afli þeirra alls 51 lest, þar af 10,7 lestir slitinn humar.
júlí 1965. Héðan stunduðu 4 bátar humarveiðar í júlí og varð afli þeirra alls 81,7 lestir í 22 sjóferðum, þar af 18,2 lestir slitinn humar. Einn bátur var á dragnót og fékk 11,4 lestir í 9 sjóferðum. Gæftir voru ágætar og afli sæmilegur.
ágúst 1965. Héðan stunduðu þrír bátar veiðar með humartroll og varð afli þeirra alls 24 lestir, þar af 1.9 lestir af slitnum humar. Einn bátur var á dragnót og var afli hans 12.6 lestir. Gæftir voru ágætar, en afli lélegur.
september 1965. Tveir bátar stunduðu veiðar, 1 með fiskitroll og 1 með dragnót. Afli þeirra var alls 8,5 lestir, þar af 6 lestir bolfiskur og 2,5 lestir flatfiskur. Gæftir voru góðar en afli sáralítill.
október. Héðan stunduðu 3 bátar botnvörpuveiðar, en gæftir voru það óhagstæðar að aðeins voru farnir nokkrir róðrar og var afli mjög rýr, eða um 2-300 kg. í róðri.
nóvember 1965. Héðan stunduðu 2 bátar veiðar, en gæftir voru mjög slæmar. Farnar voru 2 sjóferðir með fiskitroll og var afli um 700 kg.
desember 1965. Engin útgerð var frá Eyrarbakka í desembermánuði.