01.08.2011 00:54
Aflabrögð 1966
1.-15. janúar 1966 Einn Bakkabátur fór til sjós 15. jan. og fékk 4 lestir.
16.-31. jan. 1966. Af Bakkanum reru 2 bátar með línu og varð afli þeirra 57 lestir í 14 róðrum. Aflahæsti báturinn mb. Kristján Guðmundsson, fékk 33 lestir í 7 róðrum. Gæftir voru slæmar.
16.-28. febrúar 1966. Héðan höfðu 3 bátar stundað veiðar, þar af 2 með línu, en 1 með net. Aflinn á tímabilinu var 11.4 lestir í 9 sjóferðum. Aflahæsti bátur á tímabilinu var Þorlákur helgi með 6 lestir í 4 sjóferðum. Gæftir voru afleitar.
1.-15. marz 1966. Héðan stunduðu 4 bátar veiðar með net og varð afli þeirra alls 251 lest í 44 sjóferðum. Aflahæstu bátar á tímabilinu voru: Kristján Guðmundsson með 82 lestir í 13 sjóf og Þorlákur helgi með 77 lestir í 12 sjóferðum. Gæftir voru frekar stirðar.
16.-31.marz 1966. Héðan stunduðu 4 bátar veiðar með net á tímabilinu og varð afli þeirra 415 lestir í 55 sjóferðum. Aflahæsti bátur á tímabilinu varð Kristján Guðmundsson með 121 lest í 13 sjóferðum. Heildaraflinn í marzlok var 806 lestir í 132 sjóferðum, en var á sama tíma á fyrra ári 783 lestir í 103 sjóferðum. Aflahæsti bátur í marzlok var Kristján Guðmundsson með 274 lestir í 37 sjóferðum. Mestan afla í róðri fékk Hafnfirðingur þann 31/3, 21 lest. Gæftir voru sæmilegar.
1.-15. apríl 1966. Frá Eyrarbakka stunduðu 5 bátar veiðar með net og varð afli þeirra á tímabilinu 506 lestir í 51 sjóferð. Mestan afla í róðri fékk Þorlákur helgi þann 7/4. 27 lestir. Aflahæsti bátur á tímabilinu varð Þorlákur helgi með 159 lestir í 12 sjóferðum. Gæftir voru sæmilegar.
16. - 30. apríl 1966. Héðan stunduðu 5 bátar veiðar með net og varð afli þeirra á tímabilinu 409 lestir í 61 sjóferð. Aflahæsti bátur á tímabilinu var Kristján Guðmundsson með 93 lestir í 12 sjóferðum. Mestan afla í róðri fékk Kristján Guðmundsson þann 27/4., 19 lestir. Gæftir voru góðar. Heildarafli í apríllok var 1.718 lestir í 252 sjóferðum, en var á sama tíma á fyrra ári 2.140 lestir í 198 sjóferðum. Aflahæsti bátur í apríllok var Þorlákur helgi með 504 lestir í 68 sjóferðum.
1.-15. maí 1966. Vertíðarlok. Af Bakkanum stunduðu 4 bátar veiðar með net til 3.maí, og varð afli þeirra 25 lestir í 5 sjóferðum. Heildaraflinn á vertíðinni varð 1.743 lestir í 258 sjóferðum, en var á fyrra ári 2.237 lestir í 242 sjóferðum hjá 4 bátum. Aflahæsti bátur á vertíðinni varð Þorlákur helgi með 513 lestir í 69 sjóferðum. Skipstjóri á Þorláki helga var Sverrir Bjarnfinnsson.
Í júní og júlí 1966 stunduðu 5 bátar veiðar á tímabilinu, þar af 4 með humartroll og 1 með dragnót. Aflinn á tímabilinu var alls 154.7 lestir, þar af 26.7 lestir í slitnum humar. Gæftir voru frekar stilrðar og langt að sækja.
Í ágúst stunduðu 5 bátar veiðar af Bakkanum, þar af 2 með humartroll, 2 með fiskitroll og 1 með dragnót. Aflinn varð alls 99,7 lestir, þar af 3,7 lestir slitinn humar. Aflahæsti báturinn varð Hafrún með 40 lestir í fiskitroll. Gæftir voru góðar.
september 1966. Héðan stunduðu 4 bátar veiðar, þar af 1 með dragnót, 2 með fiskitroll og 1 með humartroll. Afli varð alls 21,3 lestir í 16 sjóferðum, þar af afli dragnótabátsins 9,5 lestir í 10 sjóferðum, afli trollbáta 10,5 lestir í 4 sjóferðum og afli humarbátsins 1278 kg í 2 sjóferðum, þar af slitinn humar 33 kg. Gæftir voru slæmar.
Í október stunduðu 2 bátar veiðar héðan með fiskitroll. Fjalar fékk 6 lestir í 3 sjóferðum og Þorlákur helgi fékk 6,2 lestir í 3 sjóferðum. Gæftir voru sæmilegar, en Bakkabátar fóru ekki fleiri sjóferðir vegna aflaleysis.
Í nóvember voru 2 bátar gerðir út á tímabilinu og fékk annar þeirra ca. 300 kg en hinn ekkert. Gæftir voru mjög slæmar.
desember 1966. héðan var engin útgerð í desember.
Heimild: Ægir tímarit fiskif. Íslands.