30.07.2011 23:32

Aftur verslað í Laugabúð

Verslun Guðlaugs Pálssonar
Verzlun Guðlaugs Pálssonar "Laugabúð" á Eyrarbakka var opnuð formlega 25. júní sl. Þar fæst gamaldags sælgæti, póst- og gjafakort með myndefni frá Eyrarbakka, ýmis gjafavara með skírskotun til þorpsins, bækur tengdar svæðinu, handunnar sápur, ullarvara frá RÍSL og fleira. Í þessu húsi rak hinn landsþekkti kaupmaður Guðlaugur Pálsson verslun sína frá árinu 1919 til 1993, en gælunafn verslunarinnar var "Laugabúð". Núverandi rekstraraðili er  Kirkjustræti ehf, sem vísar til eldri nafngiftar  á Búðarstíg.

Upplýsingar um verslunina má finna á http://www.facebook.com/#!/Laugabud 
Um verzlun Guðlaugs Pálssonar.

Flettingar í dag: 4130
Gestir í dag: 251
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 447632
Samtals gestir: 46226
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 18:45:35