30.07.2011 00:04
Aflabrögð 1967
1.-15. janúar. Á Eyrarbakka var enginn bátur gerður út þessa daga vegna brima og brælu.
16.-31. janúar 1967. Héðan stundaði 1 bátur veiðar. Fór hann 2 sjóferðir og aflinn varð 5 lestir á línu. Gæftir voru slæmar.
1.-15, febrúar 1967. Af Bakkanum voru 2 bátar gerðir út þessa daga, Fjalar með 4,7 lestir í 2 sjóferðum og Hafrún með 1,4 lestir í 2 sjóferðum með dragnót. Gæftir voru afleitar.
16.-28. febrúar 1967. Héðan stunduðu 5 bátar veiðar með net og var afli þeirra 72 lestir í 26 sjóferðum. Aflahæsti bátur á tímabilinu var Hafrún með 23 lestir í 6 sjóferðum. Einnig fékk Hafrún mestan afla 27 lestir í róðri þann 28. Gæftir voru afleitar. Heildaraflinn í febrúarlok var 82 lestir í 32 sjóferðum, en var á sama tíma á fyrra ári 135 lestir í 40 sjóferðum hjá 3 bátum. Hæsti bátur í febrúarlok var Hafrún með 24 lestir í 8 sjóferðum.
1.-15. marz. Héðan stunduðu 5 bátar veiðar með net fyrri hluta marzmánaðar og varð afli þeirra alls 279 lestir í 43 sjóferðum. Aflahæsti bátur varð Þorlákur helgi með 74 lestir í 9 sjóróðrum. Gæftir voru afleitar.
16.-31. marz 1967. Héðan stunduðu 5 bátar veiðar með net og varð afli þeirra 231 lest í 49 sjóferðum. Aflahæsti Bakkabátur á tímabilinu varð Fjalar með 57 lestir í 11 sjóferðum. Heildaraflinn í marzlok var 508 lestir í 93 sjóferðum, en var á sama tíma á fyrra ári 806 lestir í 132 sjóferðum hjá 4 bátum. Aflahæsti bátur í marzlok var Þorlákur helgi með 149 lestir í 26 sjóferðum.
1.-15. apríl 1967. Frá Eyrarbakka stunduðu fimm bátar veiðar með net og varð afli þeirra alls 620 lestir i 61 sjóferð. Aflahæsti bátur á timabilinu varð "Kristján Guðmundsson" með 141 lest í 14 sjóferðum. Gæftir voru slæmar.
16.-30. apríl 1967. Héðan réru 5 bátar með net þessa daga og varð afli þeirra á tímabilinu 492 lestir í 64 róðrum. Aflahæsti bátur á tímabilinu var m.b. Þorlákur helgi með 130 lestir í 14 róðrum. Heildaraflinn í apríllok var 1704 lestir í 224 róðrum, en var árið á undan 1718 lestir í 252 róðrum. Aflahæstu bátar í apríllok voru: Þorlákur helgi með 374 lestir í 49 róðrum og Kristján Guðm.s. með 366 lestir í 44 róðrum.
1.-15. maí 1967. Vertíðarlok. Frá Eyrarbakka stunduðu 5 bátar veiðar með net og varð afli þeirra 165 lestir í 27 sjóferðum. Heildaraflinn á vertíðinni varð 1870 lestir í 276 sjóferðum, en var á fyrra ári á sama tíma 1743 lestir í 258 sjóferðum hjá 5 bátum. Aflahæsti bátur á vertíðinni varð Þorlákur helgi með 430 lestir í 56 sjóferðum. Skipstjóri á Þorláki helga var Sverrir Bjarnfinnsson.
júní og júlí 1967. Héðan stunduðu 5 bátar veiðar, þar af 4 með humartroll og 1 með botnvörpu. Aflinn á tímabilinu varð alls 237.9 lestir, þar af sl. humar 9.9 lestir. Aflahæsti bátur á tímabilinu varð m.b. Kristján Guðmundsson með 86,6 lestir (botnvarpa og humartroll). Gæftir vorugóðar.
ágúst 1967. Héðan voru 5 bátar gerðir út, þar af 3 með humartroll og 2 með botnvörpu. Aflinn varð alls 114,9 lestir í 24 sjóferðum, þar af 4,9 lestir sl. humar. Aflahæsti bátur á tímabilinu varð m.b. Kristján Guðmundsson með 41 lest í 7 sjóferðum með botnvörpu. Gæftir voru allgóðar.
september 1967. Héðan voru 5 bátar gerðir út í september, þar af 3 með botnvörpu og 2 með humarvörpu. Aflinn varð alls 42,9 ]estir í 13 sjóferðum, þar af 1,4 lestir sl. humar. Hæsti bátur á tímabilinu varð m.b. Fjalar með 13,5 lestir, þar af 1 lest sl. humar í 2 sjóferðum. Gæftir voru frekar slæmar.
október 1967. Enginn bátur var gerður út héðan í októbermánuði, en heildaraflinn þar frá 1. janúar til 30. september var alls 2.265,7 lestir, þar af sl. humar 16,2 lestir.
nóvember 1967. Enginn bátur gerður út og hafði þá enginn Bakkabátur farið á sjó síðan í september.
desember 1967. Héðan stundaði 1 bátur veiðar, m.b. Kristján Guðmundsson, og fór hann 2 sjóferðir með botnvörpu og varð aflinn 3,5 lestir. Gæftir voru afleitar. Heildaraflinn á Eyrarbakka frá 1. jan. til 31. des. var alls 2.269,2 lestir, þar af 16,2 lestir sl. humar.