28.07.2011 23:00
Aflabrögð 1968
janúar 1968. Frá Eyrarbakka stundaði 1 bátur veiðar í janúar með botnvörpu og varð afli hans 3,8 lestir í 2 sjóferðum. Gæftir voru afleitar.
1.-15. febrúar 1968. Frá Eyrarbakka voru 3 bátar gerðir út á tímabilinu, þar af 2 með botnvörpu og 1 með línu. Aflinn varð alls 54 lestir í 23 sjóferðum, þar af afli togbáta 34 lestir í 15 sjóferðum. Aflahæsti bátur á tímabilinu var m.b. Kristján Guðmundsson með 21 lest í 9 sjóferðum með botnvörpu. Gæftir voru góðar.
1.-15. marz 1968. Þá stunduðu 5 bakkabátar veiðar, þar af 4 með net og 1 með botnvörpu. Aflinn varð alls á tímabilinu 267 lestir í 31 sjóferð. Hæsti bátur á tímabilinu varð Þorlákur helgi með 135 lestir í 11 sjóferðum. Einnig fékk Þorlákur helgi mestan afla í róðri þann 4. marz 20 lestir í net.
16.-31. marz 1968. Héðan stunduðu 5 bátar veiðar, þar af 4 með net og 1 með botnvörpu. Aflinn á tímabilinu var 321 lest í 39 sjóferðum. Gæftir voru slæmar. Aflahæsti bátur á tímabilinu var Þorlákur Helgi með 109 lestir í 10 sjóferðum. Mest í róðri fékk Kristján Guðmundsson þ. 29. marz, 26 lestir. Heildaraflinn í marzlok var 675 lestir í 104 sjóferðum, en var á sama tíma í fyrra 508 lestir í 93 sjóferðum hjá 5 bátum. Aflahæsti bátur í marzlok var Þorlákur helgi með 243 lestir í 21 sjóferð, en hæsti bátur á sama tíma árið áður var með 149 lestir í 26 sjóferðum.
1.-15. apríl 1968. Af Bakkanum réru 4 bátar, þar af 3 með net og 1 með botnvörpu. Aflinn varð alls 479 lestir í 44 sjóferðum. Hæsti bátur var Þorlákur helgi með 181 lest í 12 sjóferðum. Gæftir voru góðar.
16.-30. apríl 1968. Frá Eyrarbakka stunduðu 4 bátar veiðar, þar af 3 með net og 1 með botnvörpu. Aflinn var alls 557 lestir í 50 sjóferðum. Aflahæsti bátur á tímabilinu var Þorlákur helgi með 190 lestir í 14 sjóferðum. Gæftir voru góðar. Heildaraflinn í apríllok var 1.712 lestir í 198 sjóferðum, en 1967 á sama tíma 1704 lestir í 224 sjóferðum hjá 5 bátum. Aflahæsti bátur apríllok var Þorlákur helgi með 614 lestir í 47 sjóferðum, en hæsti bátur á sama tíma 1967 var með 374 lestir í 49 sjóferðum.
1.-15. maí, vertíðarlok 1968. Af Bakkanum stunduðu 4 bátar veiðar, þar af 3 með net og 1 með botnvörpu. Aflinn var alls 171 lest í 25 sjóferðum. Hæsti bátur á tímabilinu var Þorlákur helgi með 51 lest í 7 sjóferðum. Gæftir voru góðar. Heildaraflinn á vertíðinni varð 1.883 lestir í 223 sjóferðum, en var á fyrra ári á sama tíma 1.870 lestir í 276 sjóferðum hjá 5 bátum. Aflahæsti bátur á vertíðinni varð Þorlákur helgi með 665 lestir í 54 sjóferðum. Skipstjóri á mb. Þorláki helga var Sverrir Bjarnfinnsson.
16. maí-30. júní 1968. Héðan stunduðu 4 bátar humarveiðar, og var afli þeirra alls 90,8 lestir í 24 sjóferðum, þar af 4,3 lestir sl humar. Auk þessa var afli aðkomubáta 18 lestir á þessum tíma. Þorlákur helgi var aflahæstur á tímabilinu með 26,6 lestir í sjö sjóferðum.
júlí 1968. Héðan stunduðu 4 bátar veiðar með humarvörpu og var afli þeirra alls 89 lestir í 21 sjóferð, þar af var sl. humar 8 lestir. Aflahæsti bátur á tímabilinu var m.b. Hrungnir með 37 lestir í 5 sjóferðum. Gæftir voru góðar.
ágúst 1968. Héðan stunduðu 3 bátar veiðar með humarvörpu og var aflinn alls 44,3 Iestir í 21 sjóferð (þar af 4,5 lestir sl. humar). Aflahæsti bátur á tímabilinu var mb. Kristján Guðmundsson með 22,5 lestir í 7 sjóferðum. Gæftir voru góðar. Heildaraflinn frá áramótum til ágústloka var 2.107 lestir í 289 sjóferðum.
september 1968. Af Bakkanum voru 2 bátar gerðir út með humarvörpu og var afli þeirra alls 5 lestir í 4 sjóferðum. Gæftir voru góðar. Heildaraflinn frá áramótum til septemberloka var alls 2.112 lestir í 293 sjóferðum.
október 1968. Héðan var 1 bátur gerður út með humarvörpu á þessu tímabili og var aflinn 2,3 lestir í 4 sjóferðum. Heildaraflinn frá áramótum til októberloka var alls 2.114 lestir í 297 sjóferðum.
nóvember 1968. Frá Eyrarbakka var Þorlákur helgi eini báturinn, sem gerður var út á þessu tímabili og var afli hans 8,4 lestir í 8 sjóferðum (botnvarpa). Gæftir voru slæmar. Heildaraflinn frá 1. jan.- 30. nóv. var 2.122 lestir í 305 sjóferðum.
desember 1968. Þaðan var engin bátur gerður út í desember.
Heimild: Ægir, rit fiskifélags Íslands