27.07.2011 23:20

Aflabrögð 1969

Þorlákur helgifebrúar 1969. Frá Eyrarbakka stunduðu 4 bátar veiðar, þar af 3 með net og 1 með línu. Aflinn var alls á tímabilinu 145 lestir í 35 sjóferðum. Aflahæstu bátar á tímabilinu voru Þorlákur helgi með 54 lestir í 11 sjóferðum og Hrugnir með 54 lestir í 14 sjóferðum.
 

Þorlákur helgi16-30 apríl 1969. Héðan stunduðu 5 bátar veiðar, þar af 4 með net og 1 með botnvörpu. Aflinn var alls 621 lest í 56 sjóferðum. Gæftir voru góðar. Hæsti bátaur á tímabilinu var Þorlákur Helgi með 233 lestir í 14. sjóferðum

1-15 maí 1969 við vertíðarlok. Frá Eyrarbakka stunduðu 5 bátar veiðar, þar af 4 með net og 1 með Þorlákur helgibotnvörpu. Aflinn var alls 217 lestir í 24 sjóferðum. Hæsti bátur á tímabilinu var Jóhann Þorkelsson með 73 lestir í 6 sjóferðum. Gæftir voru góðar. Heildaraflinn á vertíðinni varð 2.652 lestir í 274 sjóferðum, en var  árið á undan á sama tíma 1.883 lestir í 223 sjóferðum hjá 4 bátum. Aflahæsti bátur á vertíðinni varð Þorlákur helgi með 901 lest í 79 sjóferðum. Skipstjóri á mb. Þorláki helga var Sverrir Bjarnfinnsson.

Hafrún16.-31. maí 1969 á humarvertíð. Frá Eyrarbakka stundaði  1 bátur veiðar með humarvörpu, Hafrún NK, og var afli hennar 0,6 lestir í 1 sjóferð, þar af slægður  humar 0,3 lestir. Heildarafli Bakkabáta frá 1. jan. 2.653 lestir í 224 sjóferðum, þar af 0,3 lestir sl. humar.

Þorlákur helgiJúní 1969 á humarvertíð. Þá  stunduðu 5 bátar veiðar með humarvörpu og var afli þeirra alls 130 lestir í 33 sjóferðum, þar af sl. humar 14,5 lestir. Hæsti bátur á tímabilinu var Þorlákur helgi með 47 lestir í 7 sjóferðum. Gæftir voru stirðar. Heildaraflinn á Eyrarbakka 1. jan.-30. júní var alls 2.783 lestir í 257 sjóferðum, þar af sl. humar 14,8 lestir.

Kristján Guðmundssonsept. 1969. Þá stunduðu 5 bátar veiðar, þar af 4 með humartroll og 1 með botnvörpu. Aflinn var alls 61 lest í 15 sjóferðum, þar af 3,1 lest sl. humar. Gæftir voru slæmar. Hæsti bátur á tímabilinu var Kristján Guðmundsson með 17 lestir í 2 sjóferðum, þar af 0,9 lestir sl. humar. Heildaraflinn á Eyrarbakka var alls á tímabilinu 1. jan.-30. sept. 3.016 lestir, þar af sl. humar 38 lestir.

Hafrúnnóvember 1969. Þá stunduðu 4 bátar veiðar með línu og var afli þeirra alls 124 lestir í 57 sjóferðum. Gæftir voru stirðar. Hæsti bátur á tímabilinu var Hafrún með 38 lestir í 18 sjóferðum. Heildaraflinn á Eyrarbakka 1. jan.-30. nóv. var alls 3.140 lestir, þar af sl. humar 38 lestir.

Enginn bátur frá Eyrarbakka fór á sjó í desember 1969, en á árinu voru farnar alls 305 sjóferðir.

Flettingar í dag: 1780
Gestir í dag: 255
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 262070
Samtals gestir: 33882
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 21:42:12