04.07.2011 21:25

Lítil skrímslasaga

Stóra-HraunEinar Guðmundsson hét maður er átti heima að Stóra-Hrauni. Eitt sinn að morgni dags gekk hann til sjávar austur að Stokkseyri og sá hann þá til skrímslis sem var með tvo hnúða á baki og á stærð við húskofa. Öslaði skrímsli þetta í tjörnunum austan við Hraunsá en stefndi brátt til sjávar mót Einari. Þegar ferlíki þetta hafði nálgast hann nokkuð, brá Einar á það ráð að taka til fótanna og linnti ekki hlaupunum fyrr en heim var komið. Sá hann ekki meir af skrímsli þessu.

Heimild: Austantórur

Flettingar í dag: 808
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 2168
Gestir í gær: 77
Samtals flettingar: 581444
Samtals gestir: 52865
Tölur uppfærðar: 31.8.2025 06:49:51