02.07.2011 12:35
Veðráttan í júní
Júní var ekki sérlega hlýr hjá okkur að þessu sinni og fór hitinn hæst í 16,5 stig en hafgolan dró hitann niður bestu daganna og því lítið um sólböð hjá strandbúum þrátt fyrir allmarga sólardaga. Þar sem hafgolunnar gætti ekki, t.d. á Þingvöllum fór hitinn í tæp 22 stig. Að jafnaði var 12-14 stig að deginum hér við ströndina. Lægsta hitastig var -3°C í byrjun mánaðarins en nokkrar frostnætur voru á tímabilinu 5-7 júní og dró það máttinn úr gróðurvexti. N.A strekkingur réði oft ríkjum með þurkatíð, en úrkoma í mánuðinum var lítil. Veðráttan í maí og júní hefur einnig dregið úr skordýralífi svo mjög að vart sést fluga hér um slóðir. Grasspretta virðist þó góð og sláttur hafinn á nokkrum bæjum í grend.