29.06.2011 21:33

Refurinn slyngi

RebbiEinhverju sinni bar svo við þegar gangandi menn á leið til Eyrarbakka frá Þorlákshöfn fóru um Hafnarskeið, gengu fram á tófu þar á sandinum, spölkorn frá ferjustaðnum er þá var við lýði. Tófan virtist steindauð og sperrti allar lappir í loft upp. Einn þeirra tók tófuna og bar með sér út að ferju og hugðist  flá refinn er heim kæmi. Lét hann dýrið liggja upp í barka bátsins meðan róið var yfir ósinn. Þegar bátinn kenndi grunns í Nesi, spratt tófan á fætur og stökk í land og höfðu þeir sem til sáu ekki meira af henni að segja.

Flettingar í dag: 1296
Gestir í dag: 247
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261586
Samtals gestir: 33874
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 21:00:07