12.05.2011 23:16
Pósthirðingin
Pósthirðing var á Eyrarbakka um 1880, en hún heyrði undir póststofuna í Hraungerði í Flóa. Póstafgreiðsla var síðan sett á Eyrartbakka 1912. Hún var staðsett í Kirkjuhúsi 1925, en þá var póstmeistari Sigurður Guðmundsson bóksali. Sparisjóður Árnessýslu var til húsa á sama stað. Þann 1. maí 1942 var póstur og sími sameinaður á Eyrarbakka og stuttu síðar á Stokkseyri. Símstöð var frá 1909 og var Oddur Oddson gullsmiður fyrsti símstöðvastjórinn. Á tímum landpóstsins komu þeir að sjálfsögðu við á Bakkanum og blésu í lúður sinn þegar þeir nálguðust Vesturbúð. Flestir voru þeir viðfrægir og sumir sérstakir. Einn Eyrbekkingur var landpóstur en hann hét Klemenz og var sonur Þorsteins bónda á Stóra-Hrauni Péturssonar, en móðir hans var Ingunn Klemenzdóttir skipasmiðs í Einarshöfn. Klemmi-póstur varð úti 1791 í Jórugili í Grafningi. Fljótlega eftir að Póstur og Sími var seldur frá ríkinu um síðustu aldamót var símstöðin í Mörk lögð niður, en póstafgreiðsla var til skams tíma í versluninni Ásinum sem nú heitir Vesturbúð. Þótt hinn hefðbundni póstur berist enn fljótt og vel inn um bréfalúgurnar, þá ferðast hinn sannkallaði hraðpóstur með ljóshraða um nælonlínur. Hver skildi nú hafa trúað því á tímum landpóstanna?