03.05.2011 12:00
Vorið komið
Vorið er loksins komið í öllu sínu veldi og tveggjastafa hitatölur farnar að sjást á sunnlenskum hitamælum. Mistrið sem byrgði mönnum fjallasýn í gær er nærri horfið og sólin baðar bláan hafflötinn. Ekki er víst að nokkur vilji rifja upp tíðarfarið í síðasta mánuði, en apríl var vinda og úrkomusamur í Flóanum en þó hlýr. Stormar og hvassviðri gerðu mönnum lífið leitt í páskavikunni og lítt viðraði til útiveru það sem eftir lifði mánaðarins. Brim voru alltíð í apríl, en nú hefur sjóinn lægt að sinni. Næstu daga má búast við yfir 10 stiga hita yfir hádaginn, en sólarlitlu veðri með minniháttar gróðraskúrum, en hægviðrasömu. Mun þetta veðurlag vara vel fram í næstu viku.