26.02.2011 00:19

Veðurvísur


Mattíasarmessa 24. febrúar 
 
Mattías þýðir oftast ís,
er það greint í versum.
Annars kala verður vís, 
ef vana bregður þessum.
Mattías ef mjúkur er
máttugt frost þá vorið ber.
Vindur, hríð og veður hart,
verður fram á sumar bjart. 

 Febrúaris
 
Febris ei ef færir fjúk,
frost né hörku neina.
Kuldinn sár þá kennir búk,
karlmenn þetta reyna.
Ef þig fýsir gef að gætur,

gátum fyrri þjóða.

Páskafrostið fölna lætur,
febrúaris yrri gróða.


(Höfundur ókunnur. Lítilega lagfært. Heimild: Austantórur)


Flettingar í dag: 755
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1863
Gestir í gær: 241
Samtals flettingar: 381699
Samtals gestir: 43195
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 00:28:28