Eitt hinna mörgu Bakkaskipa hét "Anna" og var í siglingum snemma á 19. öld. Skipstjóri þess hét Niels Mogensen. Það lagði af stað í sína síðustu ferð frá Kaupmannahöfn laugardaginn 22. apríl 1826. Skipið fékk landsýn eftir 26 daga í hafi, eða 18. maí. Skipið kemst svo inn á höfnina á Eyrarbakka 27. maí og lóðsinn tekur við stjórn þess og hafnar skipið. Daginn eftir er það fært til á höfninni og strengt með fjórum 10" aðaltogum milli út og landskerja.(Á skerjunum sinn hvoru megin lóns voru járnfestur sem Brandur gamli Magnússon smiður í Roðgúl hafði smíðað). Hinn 8. júní gerði hvassa sunnanátt og brim, en skipverjar höfðu þá farið í land um fjöruna, en 10 menn fóru aftur í skipið til að treysta festar fyrir háflæðið. Í brimsúginum sem á eftir fylgdi barst skipið mikið á og sleit af sér festar allar og braut það á skerjunum, en farmur allur bjargaðist nema saltið.
Þetta vandamál með festubúnaðinn hafði orsakað mörg samskonar óhöpp í gegnum tíðina, eins og hér hefur áður komið fram, en klár skipstjóri einn, Christiansen á skútunni "Anne Luise" kom með lausnina. Lét hann smíða sérstakt akkeri sem kallaðist "Sving" (Sveifluakkeri með segulnagla) sem sett voru í hafnarmiðju með öflugum keðjum eftir botninum og út í skerfesturnar sem áður var getið. Þannig gátu skipin nú hagað sér eftir vindi og öldu og tekið við ágjöfinni áfallalaust. Eftir þetta fækkaði óhöppum í höfninni varanlega. En því miður átti það fyrir Cristiansen að liggja, að fá vota gröf á Eyrarbakka. 22. september 1883 var "Anne Luise" að flytja saltfarm til Þorlákshafnar í nokkuð úfnum sjó. Gekk hann um með hendur í vösum, þegar hnútur kom á skipið og hrökk hann við það útbyrðis. Í fátinu sem á eftir kom, gætti enginn að stefnu skipsins og hafnaði það inn í Skötubót.
En aftur að Önnu. Farmur hennar kann að vera merkileg heimild um innfluttar vörur svo ég læt það fylgja með:
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Heimild: |
Saga Eyrarbakka |
Austantórur 2 |
|