12.02.2011 23:48
Þrumu Þór
Það var engu líkara en Þór gamli hafi rekið hamarinn sinn hastarlega í á ferð sinni um Suðurland nú í kvöld. Eldingu laust niður eihverstaðar í grendinni og á eftir fylgdi svo öflug þruma að rúður skulfu í húsum og stóðu þessar drunur yfir um allnokkur andartök og urðu heimilisdýr óróleg á meðan ósköpin dundu yfir og eins er víst að mannfólkið hafi ekki staðið á sama.
Skrifað af oka
Flettingar í dag: 206
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1863
Gestir í gær: 241
Samtals flettingar: 381150
Samtals gestir: 43190
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 00:07:28