09.02.2011 22:34

Póstjaktin

Gufubátar á Einarshöfn um aldamótin 1900Póstjaktin "Sílden" átti að hafa viðkomu á Eyrarbakka í utnaferð sinni haustið 1781 til að taka kaupmann með heim (Cristian Hartmann). Í áhöfn skútunnar voru sex menn og skipstjóri þar  með talinn. Þegar skipið var komið í námunda þann 17. september var róið að skipinu á slúppunni (lítið róðraskip með skútulagi, er gat borið eitt mastur og segl) til að lóðsa hana inn á höfnina og voru þar 10 Eyrbekkingar undir árum. Brast þá á mikið veður og sjór varð ófær, en Eyrbekkingarnir komust þó um borð í jaktina og héldu þar kyrru fyrir. Brátt hvarf skútan í særokið og urðu afdrif hennar ekki ljós fyrr en 19. september er skútan fannst sundur moluð á Hafnarskeiði, hafði hún þá farið þar upp um nóttina og enginn komist lífs af.  Sagt er að sömu nótt hafi kaupmaðurinn tekið hastalega flogaveiki sem dró hann til dauða eftir nýárið.

Heimild: Saga Eyrarbakka

Flettingar í dag: 1817
Gestir í dag: 240
Flettingar í gær: 686
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 380898
Samtals gestir: 43186
Tölur uppfærðar: 1.4.2025 23:46:26