07.02.2011 22:16

Briggskipið "Anna et Christense"

Höfnin (Mynd: Saga Eyrarbakka)Briggskipið "Anna et Christense" var hlaðið Sunnlenskum varningi og klár til utanfarar þá er hún beið byrjar á höfninni á Eyrarbakka síðla sumars 1789. Þann 25. ágúst fór veður versnandi og síðar um daginn var kominn stormur af sunnan og síðan útsunnan með allmiklu brimi. Daginn eftir færðist brimið heldur í aukanna og gekk yfir skipið í miklum loftköstum, með þeim afleiðingum að ein landfesting slitnaði. Menn voru þá kallaðir úr landi og var allt gert sem mætti verða til bjargar verðmætum útflutningsvörum af skipinu. Þær tilraunir báru hinsvegar lítinn árangur vegna stöðugs sjógangs. Þann 27. fór skipsöfnin í land fyrir egin ráð, en síðar um daginn var aftur farið um borð og reint að bjarga varningi. Þær tilraunir runnu út um þúfur, þar sem enn var of mikill öldugangur.

Um kvöldið var aðeins ein taug eftir sem hélt skipinu við festar, en sjógangurinn hægðist nægjanlega til að hægt væri að hefja björgunaraðgerðir. Varningur var þá fluttar af skipinu af miklu kappi fram á nótt. Þá gerðist það kl. 2 um nóttina að skipið fór á hliðina og sökk, þar sem barlestin var orðin mjög óstöðug, enda var þá mestmegnið af varningnum komið á land. Ekki var hirt um að bera barlest í skipið, þar sem viðbúið þótti að það mundi slitna af festunni.


Farmur skipsinns: Selslýsi 7 tunnur. Þorskalýsi 3 tunnur. Tólg 10.186 pund (48 tunnur). Tólgarskyldir 32.798 pund. Prjónels: 240 pör sokkar. 1.450 pör vettlingar. 105 peysur. Ull: hvít 8.242 pund. mislit 3.211 pund. Seldist allt á uppboði á ca. 1/3 af kosnaði.             

Heimild. Saga Eyrarbakka.

 

Flettingar í dag: 1296
Gestir í dag: 247
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261586
Samtals gestir: 33874
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 21:00:07