15.01.2011 01:00

Bakkinn fyrir 60 árum

Árið 1950 hafði fullur helmingur heimila á Eyrarbakka kýr, eina eða fleiri. Víða hænur, hestar eða kindur og hvert heimili hafði einhverjar landnytjar, eða í það minnsta kálgarð. Þá voru fjórir vélbátar, 12-18 lestir að stærð gerðir út, og hraðfrystihúsið sem þótti allstórt var í fullum rekstri yfir vertíðirnar, en það tók einnig til geymslu kjöt af fé því, sem þar var slátrað á haustin, ásamt verkuðu kjötmeti heimamanna, t.d. slátri.

Trésmíðaverkstæði og bifreiðaverkstæði var þá einnig starfandi á Bakkanum og a.m.k þrjár verslanir, bakarí og pósthús og fangelsið sem er enn á sínum stað. Um 40-50 ha. lands var nýtt undir kartöflur og gulrætur hjá Eyrbekkingum, þar af 10 ha í svokallaðri "Sandgræðslu" og keyptu kartöflubændur í félagi stórvirkar vélar til nota við kartöfluræktina. Þá var íbúafjöldi um 600, eða nokkuð sá sami og nú 60 árum síðar, en atvinnutækifærin á Bakkanum eru hinsvegar miklu mun færri í dag en þá, sem er í sjálfu sér afar dapurlegt eftir allan þennan tíma í þróun atvinnumála í landinu.

Heimild: m.a. Tíminn 185.tbl 1950

Flettingar í dag: 1817
Gestir í dag: 240
Flettingar í gær: 686
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 380898
Samtals gestir: 43186
Tölur uppfærðar: 1.4.2025 23:46:26