02.01.2011 17:16

Bakkakonur-Eugenia

Eugenia Nielsen - Myndin er fengin , með bessaleyfi af blogsíðu LýðsEugenia Jakobína Nielsen var fædd 2 nóv. 1850, kona P. Nielsen's verslunarstjóra Lefooli-versl unarinnar á Eyrarbakka og mikill skörungur. Hún var dóttir Guðmundar Thorgrímsen og Sylvíu konu hans. Eugenia beitti sér mög fyrir bættu menningar- og félagsstarfi á Eyrarbakka. Hún var ein af stofnendum Kvenfélags Eyrarbakka og formaður þess um 25 ára skeið. Kvenfélagið er eitt elsta kvenfélag hér á landi. Hún hafði einnig sérstakan áhuga á að sjúkrahús yrðir byggt fyrir Sunnlendinga.


 Hér er lítil saga sem Eguenia sagði stundum samferðamönnum sínum:
  Þá er Eugenia, dóttir Thorgrímsens verslunarstjóra á Eyrarbakka, var barn að aldri, datt hún einu sinni ofan úr stiga niður á gólf. Hún meiddist samt ekkert. Tík, sem foreldrar hennar áttu, lá undir stiganum og lenti barnið á henni. Tíkin lærhrotnaði af högginu, sem hún fékk, er barnið datt á hana. Var tíkin síðan hölt alla æfi. Varð samt gömul. Þá er hún var orðin lasburða af elli, var það eitt kvöld, að Thorgrimsen sagði við konu sína:  "Tíkin er ekki fær um að lifa lengur. Það má til með að fara að lóga henni". Frúin sagðist vilja, að hún fengi að lifa meðan hún gæti, þar eð hún hefði orðið barninu þeirra til lífs og liðið svo mikið fyrir það. Tíkin hafði legið undir stól á meðan og var ekki tekið eflir henni. Nú kom hún alt í einu fram, skreið að hnjám frúarinnar, og lagði trýnið í kjöltu hennar með álakanlegum blíðulátum og þakklætið skein úr augum hennar. Það var auðséð, að hún hafði skilið samtalið. - Hún fékk að lifa á méðan hún gat.

Heimild: Brynjúlfur Jónsson- Dýravinurinn 14.tbl.1911
Sjá einnig Guðmanda Nielsen-Guðmundubúð

Flettingar í dag: 160
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 2159
Gestir í gær: 262
Samtals flettingar: 262609
Samtals gestir: 33913
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 02:35:58