29.12.2010 22:51
Áramótaveðrið
Að morgni gamlársdags verður hæg vestlæg átt á Bakkanum og milt, en snýst sennilega um hádegi í Norðan 6-8 m/s og hratt kólnandi. Heldur bætir í vind fram að brennutíma, en fer síðan lægjandi fram eftir nóttu og um miðnætti gæti verið NA 4-6 m/s. Frost 4 - 6 stig. Einhverjir éljabakkar úti fyrir gætu slæðst inn að ströndinni, þá helst fyrripart dags. Skýjað að mestu að deginum en síst um brennutíma til miðnættis Nýársdags, en eftir það gætu éljabakkar af landi dregið yfir þegar vindur snýr sér til SA áttar.
Heldur ákveðin SA átt á Nýársdag og hlýnandi og líklega talsverð úrkoma þegar líður á daginn.
Á Flugeldasýningunni annað kvöld Suðvestan 3-8 m/s súld með köflum, heldur ákveðnari vindur síðar um kvöldið.