04.11.2010 23:50

Fárviðrið 1938

Gömul brimmyndAðfararnótt 5. mars 1938 gerði mikið aftakaveður um allt land, en stóð þó aðeins yfir í tvo tíma. Veðurhæðin náði víðast 12 vindstigum sem eru um 33 m/s og urðu skemdir víða um suðvestanvert landið. Á Eyrarbakka ætlaði allt af göflunum að ganga og mundu menn ekki annað eins veður enda urðu þá miklar skemdir á húsum. Þakið fauk af barnaskólanum og kastaðist um langan veg. Veiðafærahjallur Jóns Helgasonar fauk um og reykháfar hrundu niður af húsum. Menn töldu það heppni að fjara var þegar mesta veðrið gekk yfir annars hefði ver farið.

Flettingar í dag: 573
Gestir í dag: 171
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260863
Samtals gestir: 33798
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 19:57:00