04.11.2010 00:43

leituðu að gulli, en fundu silfur

Sumarið 1930 dvaldi Björn Kristjánsson náttúrufræðingur á Eyrarbakka. Hann ásamt Oddi Oddsyni gullsmið og símstöðvarstjóra hófu að leita að málmum aðalega þó gulli í skerjunum og í sandinum við sjóinn. Notuðu þeir m.a. hefðbundin verkfæri gulleitarmanna við þær athuganir. Ransóknir þeirra á sandinum við þvottaklett ásamt skeljum og steini úr Gónhól leiddi í ljós eftir efnafræðilega meðferð að bergið í skerjagarðinum og fjörugrjótið innihélt þrjá málma, Vismút sem er í ætt við Bismút og notað í snyrtivörur, einnig fundu þeir tin og silfur en gull fundu þeir ekki.

Heimild: Náttúrufræðingurinn 1931

Flettingar í dag: 239
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 3167
Gestir í gær: 73
Samtals flettingar: 384350
Samtals gestir: 43271
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 02:59:37