28.10.2010 22:31

Síberíuvinnan

"Síbería"Síberia var hún kölluð, en átti þó ekkert skylt við Rússland. Mýrlendi ofan við Eyrarbakka var kölluð þessu nafni og þar sóttist margur verkamaðurinn eftir vinnu við að grafa skurði og framræsta mýrina í fyrri kreppunni, en vinna þar hófst fyrst 1935. Það voru þúsundir atvinnulausra sem mældu  götur höfuðborgarinnar og ástandið í sunnlennskum þorpum var lítt skárra. Þetta var fólk úr ýmsum áttum, með alskonar skoðanir og margskonar áhugamál. Allir áttu það þó sameiginlegt að vera kúgaðir og sviptir réttinum til mannsæmandi lífs og tryggðar framtíðar. Það voru því mikil gleðitíðindi fyrir hvern þann sem var svo heppinn að fá vinnu í "Síberíu" þó vinnubúðirnar þar væru lítt frábrugðnar fangabúðum  einhversstaðar í Síberíu Rússlands þess tíma eða jafnvel verri og vetrarkuldinn mikill og líklega nafnið þannig til komið. Í byrtingu hvers morguns þrömmuðu um 60 karlar út í frostið sem oft var um 10 stig á þessum vetrum, íklæddir stígvélum með vetrarhúfu bretta niður fyrir eyru og gekk hver flokkur að sínum skurði og var svo unnið framm í myrkur en þá dunduðu menn við tafl og spil fram að háttatíma. Nokkrar bækur voru til úr bókasafni vegavinnumanna og voru þær lesnar spjaldanna á milli. Síberíuvinnan var atvinnubótavinna á vegum ríkisinns og  var 12 daga úthald. Í mýrinni höfðu verið reistir nokkrir timburbraggar sem voru alveg óeinangraðir og í þeim ávalt mikill saggi. Syðsti bragginn var kallaður "Róttæki bragginn" af einum vinnuflokknum, því þar voru margir róttækir menn saman komnir og ræddu og funduðu gjarnan um þjóðfélags og verkalýðsmál og fundu menn þar mest að lýðræðisskortinum í vekalýðsfélögunum og þá einkum í "Dagsbrún" sem þá hét og var félag verkamanna í Reykjavík. Það fundu menn því til foráttu að þar hafði alræði fámenn klíka en allur þorri félagsmanna var að heita valdalaus.

Á næstu 70 árum á eftir ávannst þó margt í bættum kjörum verkafólks sem svo fáeinum "snillingum" tókst að eiðileggja á einni örskot stund. Á margan hátt standa atvinnulausir nú í sömu sporunum og mennirnir í mýrinni árið 1937, að vera sviptir réttindum til mannsæmandi lífs og standa nauðugir frammi fyrir ótryggri framtíð.

heimild: Þjóðviljinn jan.1937

Flettingar í dag: 1457
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 3735
Gestir í gær: 47
Samtals flettingar: 300481
Samtals gestir: 37127
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 07:23:55