28.10.2010 01:28

Gefum gaum að fátækktinni

Þann 17. október 1987 söfnuðust meir en hundrað þúsund manns saman á Trocadéro í París, þar sem því var lýst yfir að fátækt væri mannréttindabrot og þess krafist að þessi réttindi skyldu virt. Það sem við sjáum að farið er að bera alvarlega á fátækt í okkar landi er nauðsynlegt að þjóðin bregðast við þeim vanda þegar í stað. Samtökin BÓT hafa vakið athygli á þessum málum að undanförnu, auk þess sem fréttamiðlar hafa gefið þessu málefni gaum. Hjá stjórnvöldum virðist málefni fátækra ekki vera forgangsmál og er það miður. Þá hefur vakið athyggli að einungis tvö verkalýðsfélög hafa rætt þessi mál á opinberum vettvangi, en það eru Verkalýðsfélag Akranes og Frammsýn og hafa þau hlotið mikið lof fyrir aðkomu sína að þessum málaflokki. Það er ljóst af ásókn í framfærslustyrki hjá sveitarfélögum, að fátæktin er ekki bara bundin við höfuðborgarsvæðið, og vakna spurningar um hvernig þessum málefnum sé háttað hér á Suðurlandi en tölur í þessu efni virðast ekki aðgengilegar. Vonandi munu stéttarfélögin hér á Suðurlandi kanna þessi mál og fylgja því eftir, ef staðan er með þeim hætti í okkar heimabyggð.

Flettingar í dag: 678
Gestir í dag: 187
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260968
Samtals gestir: 33814
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:18:00