23.10.2010 00:53

Gormánuður byrjar

Tunglið, myndin var tekin í kvöld
Í dag er fullt tungl og fyrsti vetrardagur. Þá byrjar Gormánuður samkvæmt norræna tímatalinu en nafnið tengist sláturtíð. Þá leggst gróður í vetrardvalann og tími frosta og snjóa gengur í garð á norðurhveli. Á morgun Sunnudag má búast við að fyrstu él vetrarins falli á Bakkann, en um leið og við tökum veturinn í fang, þá þökkum við goðunum fyrir afbragðs gott sumar.

Flettingar í dag: 5056
Gestir í dag: 276
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 448557
Samtals gestir: 46251
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 21:39:08