06.10.2010 22:29

Fífillinn blómstrar

Skarifífillinn blómstrar í hlýindunum þó sumar egi að heita löngu liðið, en þessi tegund er þó alltaf síðbúin. Grasvöxtur er einnig merkjanlegur þar sem skjól er og svo gæti farið að draga þyrfti fram slátturvélina á næstu dögum. Ekki var teljandi hiti í dag, en þó nægðu 12,4°C til að fella dagsmetið 12,0° frá 1959 og er það fjórði dagurinn í röð sem nýtt dagsmet er slegið á Bakkanum og spurning hvort nýju metin muni standa í hálfa öld eins og flest þau met sem fyrstu dagar mánaðarins áttu fyrir. En þennan dag fyrir ári síðan hafði fyrsti snjór vetrarins fallið hér á ströndinni, en væntanlega munum við þurfa að bíða hans eitthvað aðeins lengur að þessu sinni.

Flettingar í dag: 1296
Gestir í dag: 247
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261586
Samtals gestir: 33874
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 21:00:07