04.10.2010 23:00

Spánarloftslag

Það var hlýtt í veðri þennan oktoberdag og dagsmet slegið með 14.8°C. Samkvæmt mínum bókum er eldra dagsmet frá 1959 með 12,5°C. Í gær var líka nýtt dagsmet með hámarkshita 15,2°C og féll þá dagsmetið frá 1976 14°C á Bakkanum og sömuleiðis mánaðarmetið 15,1° frá 1958. Það verður að segjast að eldri dagsmet verða í hættu á að falla alla vikuna og þá einkum um næstu helgi en þá er spáð töluverðum hlýindum. Djúp lægð rétt sunnan við landið sér um að flytja þetta hlýja loft til okkar og ekki er að sjá að sú gamla sé neitt á förum í bráð. Það er því lítil hætta á að þjóðin fái kvef þó hún standi næturlangt og berji á tunnur og járnarusl úti á Austurvelli, enda fólki líka heitara í hamsi en nokkru sinn fyirr og lái því hver sem vill.

Flettingar í dag: 2163
Gestir í dag: 191
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 178
Samtals flettingar: 266490
Samtals gestir: 34328
Tölur uppfærðar: 24.11.2024 11:10:52