03.10.2010 00:50

Veðrið í September

Mánuðurinn var óvenju hlýr einkum framanaf og mældist mest 16,3°C þann 3. september og 16,8° þann 4. á hitamæli Brims. Þegar á leið mánuðinn lagðist í rigningar eins og hann á stundum vanda til þegar haustlægðirnar bera að og tók þá einnig að brima á Bakkanum, en mánaðarúrkoman var um 144 mm sem telst nú ekki til stórtíðinda. Þá var vindasamt á köflum, þann 14. gerði storm og suðaustan hvassviðri gekk á undir lokin. Loftvog stóð lágt um miðjan mánuð og í lok mánaðarins. Öskumistur var yfir í byrjun mánaðarins og sást þá lítt til fjalla. Þetta sumar sem nú er liðið telst það hlýjasta síðan mælingar hófust og er vart hægt að óska sér það betra að frátöldu öskumistrinu

Flettingar í dag: 755
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1863
Gestir í gær: 241
Samtals flettingar: 381699
Samtals gestir: 43195
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 00:28:28